Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 66
60
MENNTAMÁL
og kennarans að gera þaS, sem í þeirra valdi stendur til
þess að svo geti orðið. Oft er hægt að komast hjá misskiln-
ingi, ef gott persónulegt samband er milli kennara og
foreldra, þá á kennarinn auðveldara með að fá samband
við heimilið til þess að reyna að komast að orsökunum, ef
einhverjir erfiðleikar koma upp í sambandi við hegðun eða
ástundun einhvers nemanda. Það er augljóst, að þetta
verður að gerast á prúðan og viðeigandi hátt.
Aðstandendur barnsins eiga að finna það, að þeir eru
velkomnir í skólann. Hin sameiginlega ábyrgð og áhugi
á uppeldi og þroska ungviðisins á að stuðla að því, að það
verði sjálfsagður hlutur, að aðstandendurnir komi til skól-
ans til að veita upplýsingar eða ráðgast um afstöðu barns-
ins til skólans og vandamál í sambandi við það.
Heimastarf.
Starf nemandans á fyrst og fremst að fara fram í
kennslustundunum í skólanum. Fyrsta árið á heimastarf
yfirleitt ekki að koma fyrir. Aðeins einstöku sinnum má
setja fyrir einföld verkefni, sem sérstaklega vekja áhuga
nemendanna, og síðan eftir því sem heimastarfið verður
smám saman reglubundnara. Þó verður að framkvæma
þetta með mikilli varfærni. í fyrstu á aðeins að fela þeim
heimaverkefni einu sinni eða tvisvar í viku, og þá eiga
þau að vera svo einföld, að börnin geti leyst úr þeim á eigin
spýtur og án erfiðleika og án mikillar tímaeyðslu. Heima-
verkefni til utanbókarlærdóms á að nota mjög í hófi. Þetta
á einkum við um tvö fyrstu árin. Kennarinn á auk þess
alltaf að sjá um, að það sé nægilegur tími ætlaður til verk-
efnisins og að ekki sé krafizt hins sama af öllum nemend-
unum. Skal gætt allrar þeirrar varkárni, sem mismun-
andi geta nemendanna krefst. Það verður að gefa því
gaum, að sama verkefnið og reynist gáfuðum nemanda
skemmtileg tilbreytni í síðdegisfrítímanum getur reynzt
öðrum nemanda mikil byrði. Við matið á því, hvernig nem-