Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 44
38
MENNTAMÁL
Skipulag sálfræðiþjónustu í skólum.
Sameiginleg ályktun Norska uppeldisfræðingafélagsins
og Norska sálfræðingafélagsins.
Dr. Matthías Jónasson þýddi.
Svo sem frá var greint í Menntamálum, 2. hefti 1955, bls. 180,
skipaði menntamálaráðlierra Bjarni Benediktsson nefnd 18. apríl
1955 til þess að undirbúa löggjöf um sálfræðilega Jrjónustu í skólum.
Nefndin undirbjó lagafrumvarp um þetta efni, fjallaði ríkisstjórnin
síðan um málið og lagði frumvarp fyrir Alþingi. í því er gert ráð
fyrir, að menntamálaráðherra skipi sérstakan fulltrúa í skrifstofu
fræðslumálastjóra, sem annist sálfræðiþjónustu í barnaskólum. Þetta
ákvæði er fjarri uppkasti nefndarinnar. Alþingi afgreiddi málið með
rökstuddri dagskrá í því trausti, að ríkisstjórnin leiti álits fræðslu-
ráða um frumvarpið og leggi niðurstöður sínar fyrir næsta reglu-
legt Alþingi. Má því vænta, að mál þetta verði hugleitt og rætt, bæði
af fræðsluráðum og öðrum skyldum aðilum þess. Menntamál munu
leggja nokkra áherzlu á að auðvelda það starf með því m. a. að
kynna reynslu annarra þjóða í þessu el'ni. Hér fer á eftir sameigin-
leg álitsgerð Norska sálfræðingafélagsins og Norska uppeldisfræðinga-
félagsins um reynslu Norðmanna af sálfræðilegu starfi í skólum, en
tíu ár eru liðin frá því að það var hafið.
Álitsgerðin er tekin saman í janúar s. L, eða nokkru síðar en Sál-
fræðingafélag íslands skilaði áliti til menntamálanefndar efri deildar
Alþingis um áðurnefnt frumvarp. Á sama tíma og hin ísl. stjórnskip-
aða nefnd undirbjó frumvarp sitt um sálfræðilega þjónustu í skólum
setti Stórþingið norska lög um meðferð og kennslu barna, er erfið-
lega gengur að fylgjast með í venjulegu námi. Þannig eru viðfangs-
efnin áþekk með frændþjóðunum. )
Menntamál hafa beðið dr. Matthías Jónasson að þýða álitsgerðina,
og hefur hann góðfúslega orðið við því.
Ritstj.
Árið 1946—47 var fyrst stofnað til sálfræðiþjónustu
í skólum hér á landi. Síðan hefur nauðsyn slíkrar starf-
i