Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 101
menntamál
95
verið kostur, þar eð sömu bækur lienta ekki 4 og 5 ára börnum og
6—7 ára.
Ég held, að þarna sé verkefni við hæfi þessara barna. Þarna sé það
komið, sem okkur hefur vantaö. Þarna fær barnið eitt spjald í einu.
A því eru stafir og fallegar vel gerðar myndir. Það lærir að þekkja
stafina um leið og það teiknar jrá og myndirnar í smekklega vinnu-
bók.
Ég vil að endingu eindregið hvetja kennara til þess að benda for-
eklrum á þetta litla kver. Það mun létta litlu börnunum fyrstu spor-
in á námsbrautinni og glæða starfsgleði þeirra og sjálfstraust.
Jón Þórðarson.
SIGURÐUR KRISTINSSON:
Þorkell Sigurðsson: Saga landhelgismáls íslands og auðæfi ís-
lenzka hafsvæðisins. — Prentsmiðjan Leiftur.
Landhelgismálið má örugglega telja eitt höfuðmál vor íslendinga
nú á tímum, vcgna þess að efnahagslegt öryggi okkar er komið undir
]jví, að hinir stórvirku botnvörpungar lialdi ekki áfram að rányrkja
fiskistofninn, sem elst upp við strendur landsins. Slík hefur þó
ágengni útlendinga verið á grunnmiðum hér við land, eins og dæmi
um þrá-endurtekin landhelgisbrot sanna, síðan togararnir komu til
sögunnar, að til mikillar rýrnunar þótti horfa á fiskistofninum vegna
gegndarlauss og nytjalauss dráps á smáfiskinum. Þetta kom harðast
niður á þeim, er stunduðu veiðar á smábátunum, en jafnframt því,
að fiskur minnkaði á grunnmiðum, voru miðin sjálf skemmd með
togveiðum og veiðarfærum smærri báta spillt.
Þjóðin verður því að telja sig í þakkarskuld við þá menn, sem
gengið hafa fram fyrir skjöldu í landhelgismálinu og lagt þar með
sinn skerf til þess, að við mættum sjálfir njóta ávaxtanna af upp-
eldisskilyrðum grunnsævis og hafstrauma hér við land.
Þrátt fyrir það að mikið hefur verið rætt og ritað um landhelgis-
málið liér á landi undanfarin ár, fer því fjarri, að almenningur
hafi haft vitneskju um það, hvernig var hagað fiskveiðitakmörkum
umhverfis landið á fyrri tímum eða liverjum breytingum viðurkennd
landhelgi hér liefur tekið. Nýlega er út komin bók, er nefnist Saga
landhelgis?ndls Islands og auðœfi islenzka hafsvaðisins eftir Þorkel
Sigurðsson vélstjóra. Bókin er í tveim lilutum, og er í fyrri hlutanum
stutt yfirlit um þetta mál, frá því er byggð hófst hér og fram á síð-