Menntamál - 01.04.1956, Side 25
MENNTAMÁL
19
kvæm. En þetta er önnur saga og kemur ekki við kennslu-
háttum Ragnars.
Á Fellsmúla komst ég yfir fjögra bekkja námsefni á
þrem vetrum, og var slíkt alsiða þar. Kennarinn hafði
nefnilega einstakt lag á að knýja nemendurna til starfs og
laða fram það sem þeir gátu, en er slíkt ekki einmitt keppi-
kefli allra góðra kennara?
Skólaárið hófst þegar nemandanum hentaði á haustin
og hann fékk þau frí sem hann vildi. Á degi hverjum
var kennt nokkurn veginn sleitulaust frá morgunmat (kl.
10—11 að gömlum sið) til miðdagsmatar (kl. 3—4), með
hléi til að fá sér molakaffi og hlusta á útvarpsfréttir um
hádegið (þetta var á stríðsárunum). Eftir miðdagsmat
var svo stundum kennt piltum eða stúlkum sem unnu fyrir
sér með gegningum eða innanbæjarstörfum á Fellsmúla,
en síðari árin héldu margir til á næstu bæjum. Venjulega
var reynt að hafa þá saman í kennslu sem voru á líku
reki í hverri námsgrein, en það var ekki alltaf unnt. Ég
man mest eftir þremur samtímis í tíma.
Ekki var venja að setja fyrir til morgundagsins; við
lásum eins og við komumst yfir og reyndum að vinza
úr það sem við vildum helzt láta kennarann fara yfir, því
að nemandinn réði því fremur en kennarinn, fannst okk-
ur. Auðvitað var nemandinn þar skorðaður við lesefni
þess skóla sem hann hafði hugsað sér að þreyta próf við.
Við skrifuðum mikið af stílum og af þeim lærði ég mest
í málum fyrir stúdentspróf; þeir urðu mér góð ástríða.
Þá sem voru málfræðilega sinnaðir, lét hann þylja beyg-
ingar á alla vegu, svo að bæði nemandi og kennari höfðu
gaman af, en sá sem hafði meiri áhuga t. d. á sögu en mál-
fræði lærði að hagnýta sér hana með æfingum og lestri.
Og Ragnar lagði ríka áherzlu á að koma inn í nemandann
anda hverrar tungu, ef svo mætti segja, hvernig hverri
tungu væri eðlilegt að tjá hina eða þessa hugsun; þar