Menntamál


Menntamál - 01.04.1956, Side 24

Menntamál - 01.04.1956, Side 24
18 MENNTAMÁL systur Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests, en tvíburabróðir Grétars Ó. Fells rithöfundar. Ófeigur tók snemma að kenna piltum undir skóla og þeir bræður tóku báðir stúd- entspróf eftir kennslu föður síns í heimahúsum. Síðan stundaði Ragnar guðfræðinám við Iiáskóla Islands og nam tungumál við Kaupmannahafnarháskóla um skeið, en gerð- ist svo aðstoðarprestur föður síns á Fellsmúla, tók við kallinu að fullu um 1941 og sat þar æ til dauðadags. Kona hans var Anna Kristjánsdóttir úr Reykjavík; þau voru barnlaus. Sjálfsagt hefði borið meira á hæfileikum Ragnars, ef hann hefði ekki valið þann kostinn að sitja alla sína ævi á sama blettinum innan um gott sveitafólk í Landsveit. En þar til kom óhófleg hlédrægni hans, bæði meðfædd og komin utan frá. Ég er þó ekki viss um að hann hefði unað ævi sinni betur við kennslu yfir bekk með misviljugum unglingum, en áhugasömum nemendum hafði hann alltaf yndi af að kenna. Nemendur hans og þeirra Fellsmúla- feðga urðu margir og komu af misjöfnum ástæðum. — Sumir nemendurnir komu af því að þeim höfðu orðið tor- sótt próf; þó að þeir hefðu allar aðstæður til að kaupa sér kennslu og aðra slíka hjálp, var eins og hún yrði jafnan notaminni en kennslan hjá sveitaklerkunum. Aðrir komu sér að Fellsmúla af því að þar var jafan illa fylgzt með tímanum að verðleggja hverja kennslustund, ekki nema stundum tekin greiðsla fyrir heils vetrar einkakennslu. Þetta greiddi mjög fyrir snauðari unglingum. Það voru til dæmis ekki mörg hundruð krónur alls sem ég greiddi þar fyrir alla kennsluna frá því fyrir gagnfræðapróf (1942) og til stúdentsprófs (1945). Einu sinni stóð ég þar þó eina eða tvær vikur að slætti, og sú vinna var gjald fyrir kennslu heilan vetur. Þá sást önnur hlið á Ragnari en við kennsluna, hann átti það til að glettast við háaldraðan föðurbróður sinn sem var þar jafnan um sláttinn — og var sú glettni og kankvísi raunar gagn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.