Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 48
42
MENNTAMÁL
mál getur átt sér margvísleg upptök, og erfiðleikar koma
fram með ýmsum hætti hjá ólíkum einstaklingum. Af þess-
um sökum er óhugsandi, að einn maður væri fær um að
leysa úr þeim öllum. Þetta er reynsla, sem menn hafa öðl-
azt í flestum löndum, þar sem sálfræðiþjónusta í skólum er
starfrækt, einnig hér á landi. Úr viðfangsefnunum verður
aðeins leyst í nánu samstarfi manna, sem eru sérfræðingar
á ólíkum sviðum.
Stofnun, sem á að teljast starfhæf til sálfræðiþjónustu
í skólum þarf að hafa á að skipa sérfræðingi í uppeldis-
legri sálarfræði, sérfræðingi í geðvernd barna (klinisk
psycholog), sérfræðingi í geð- og taugasjúkdómum (má
vera aukastarf) og ármanni. Auk þess er skrifstofuhjálp
nauðsynleg. Hver þessara samstarfsmanna vinnur að lausn
vandamálanna að því leyti, sem þau snerta sérgrein hans.
Mörg börn þurfa að ganga undir rannsókn bæði hjá geð-
verndarsérfræðingi og sérfræðingi í uppeldislegri sálar-
fræði til þess að lj óst verði, hvaða meðferð sé vænlegast að
beita við erfiðleika þeirra. Ármaðurinn getur annazt heim-
sóknir á heimili barnsins og tekið á sig að miklu leyti sam-
starfið við foreldrana og ýmiss konar samvinnu við aðrar
stofnanir. Taugasérfræðingurinn rannsakar m. a., hvort
barnið þjáist af einhverri líkamsveilu og hvort um alvar-
lega sálræna veiklun sé að ræða.
Sú reynsla, sem við höfum þegar öðlazt, bendir til þess,
að þetta starfslið gæti annazt sálfræðiþjónustu í skólum á
svæði, þar sem 5000—8000 börn væru í barna- og fram-
haldsskólum. Ef við undanskiljum stærstu bæina, þá er of-
angreint skipulag starfsins ekki framkvæmanlegt, nema
ein stofnun annist sálfræðiþjónustu í skólum margra
fræðsluhéraða. En með því að leggja fræðsluhéruð sam-
an í hæfilega stór umdæmi sálfræðiþjónustunnar, væri
auðvelt að tryggja hið nauðsynlega samstarf sérfræðing-
anna.
Umdæmi einnar stofnunar má þó ekki vera of stórt, því