Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 127
MENNTAMÁL
121
3. Laun kennara skyldu ekki lækka nema um 1/12 í stað 1/9 fyrir
hvern mánuð, er skóli starfaði styttra en 9 mán. á ári.
4. Allir skólastjórar skyldu byrja í hámarkslaunum síns flokks. í
eldri lögum voru það aðeins skólastjórar liærri launaflokkanna.
I'essar tillögur sambandsstjórnar voru lögfestar í nýju launalögun-
um, er tóku gildi 1. jan. 1956, að því undanskildu, að kennarar voru
ekki færðir nema í 9. launaflokk.
FÆKKUN KENNSLUSTUNDA.
í fræðslulögunum frá 1946 segir: „en á því skólaári, sem kennari
verður 55 ára, má fræðslumálastjóri fækka kennslustundum hans
um 6 á viku og um aðrar 6, er hann verður sextugur."
Heimildarákvæði þetta hefur yfirleitt ekki verið framkvæmt fyrr
en kennarar liafa náð sextugsaldri, svo aftur við 65 ára aldur. Stjórn-
in hefur eindregið lagt til, að lieimildarákvæðið yrði framkvæmt
eins og lögin gera ráð fyrir.
Er jjetta í athugun í menntamálaráðuneytinu.
ÁRGJALD S. í. B.
Stjórnin hefur samþykkt að liækka árgjöld félagsmanna í kr. 130.
Hækkun þessi var ólijákvæmileg einkum vegna mjög aukins útgáfu-
kostnaðar Menntamála. S. 1. ár var ritið stækkað að mun og allur út-
gáfukostnaður hefur mjög aukizt undanfarin ár.
Stjórnin væntir þess, að félagsmenn greiði árgjald þetta fúslega til
ellingar málgagni sínu og samtökum.
FULL TR ÚAÞING.
l'ulltrúaþing S. í. B. verður sett í Melaskólanum í Reykjavík
fimmtudaginn 7. júní n. k. kl. 2 e. li.
Kjörgögn verða send félagsmönnum, áður en langt líður.
Frá fræðslumálaskrifstofunni
SKÓLATÍÐINDI 1955.
L Fjöldi skóla, kennara og nemenda: Starfandi eru nú 135 barna-
skólar (þar af 5 einkaskólar) með um 630 föstum kennurum, þar af
rúmlega 14 konur. Nemendur rúml. 17 þúsund.
Framhalds- og sérskólar eru 110 að nokkrum einkaskólum meðtöld-
um. Þar af eru 25 héraðs- og gagnfræðaskólar, 8 liúsmæðraskólar og
15 iðnskólar. Alls starfa um 360 fastir kennarar við þessa skóla og