Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 56
50
MENNTAMÁL
um við ekki fengið að byrja?“ heyrist oft úr ýmsum átt-
um. Þegar kennarinn hefur gefið merki um, að allir megi
hefja starf, byrjar þriðja atriðið: hið frjálsa starf.
Áður en tíminn hefst, hefur kennarinn, ásamt umsjónar-
manni og e. t. v. fleirum, sótt það heimildaefni, sem skól-
inn á um þetta starfssvið, — og þar er um auðugan garð
að gresja í Svíþjóð. Nú fá nemendur að leita sér að heim-
ildarefni, áður en beint er tekið til starfa. — Undir þess-
um lið, meðan nemendur voru að færa saman borð sín
og leita að heimildum, var stundum töluverður kliður.
En allt var það eðlilegur starfskliður, sem upp kom
vegna heilbrigðs áhuga og starfsgleði. Sumir höfðu strax
farið að lesa í landafræðibókum sínum, — og þegar
hinir höfðu fundið það, sem þeir voru að leita að, oft með
aðstoð kennarans, sem alltaf var hinn hlýi, holli og skiln-
ingsríki leiðbeinandi, — sökkva allir sér niður í starf sitt.
Að sjálfsögðu eiga allir að kynna sér allt starfssviðið,
(sem í þessu dæmi var Afríka), og kunna um það í
meginatriðum, þótt hver og einn beiti sér fyrst og fremst
að einu ákveðnu verkefni innan þess.
Það var jafnan athyglisvert, og oft undursamlegt, að
fylgjast með starfi barnanna í þessum þætti. Flest beittu
þau sér að því eins og þroskað fólk. Þau höfðu sjálf
valið sér ákveðið verkefni, og nú skipti meginmáli að leysa
það vel af hendi, a. m. k. ekki síður en aðrir. Heiður hvers
og eins var í veði, ef það mistækist. Það mundi m. a. koma
í ljós í næsta þætti, frásögninni. — Skyldu- og ábyrgðar-
tilfinning sú, sem þannig þroskast hjá nemendunum, er
með öllu ómetanleg og gjörólík því, er við höfum kynnzt,
er við beitum lexíukennslunni.
Þegar svo nemandinn er búinn að lesa um verkefni sitt
og kynna sér það að öðru leyti, eins og hann telur nægi-
legt, teiknar hann ýmislegt í sambandi við það á vinnu-
blöð og skrifar nokkur aðalatriði, einnig á vinnublöð, —
sem allra mest með eigin orðum. Á þennan hátt verður