Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 73
MENNTAMÁL
67
þjóðlífsins. Þegar við Islendingar þykjumst með nokkr-
um rökum geta bent á það, að sumir forustumennirnir okk-
ar séu ekki sérstaklega greindir, kemur það sennilega til
af því, að lítil þjóð þarf á tiltölulega fleiri mönnum að
halda í æðstu embætti en stærri þjóðir og því frekar lík-
indi til þess, að slíkir forustumenn verði sóttir full langt
niður í greindarstigann.
Langt er frá því, að greindin ein ráði úrslitum um það,
hvað úr mönnum verður, skapgerðin er engu minni gjör-
andi í persónuleikanum en vitið, en til þess að gera hlut-
fallinu milli greindar og námsmöguleika nokkru nánari
skil vil ég benda á ýmsa annmarka í sambandi við fræðsl-
una, sem stafa af því, að ekki er tekið nógu mikið tillit
til hinnar mismunandi greindar barnanna.
Bandarískir skólasálfræðingar, sem hafa allra manna
mesta reynslu í að athuga greind og námsgetu, segja, að
ekkert barn ætti að hefja lestrarnám fyrr en það hefur
um það bil 7 ára vitaldur. Þótt við sleppum tveimur lé-
legustu prósentunum, þýðir þetta samt það, að 48 prósent
allra barna hefja lestrarnám of snemma, ef gert er ráð
fyrir að þau komi 7 ára í skólann. Ég vona, að Borgfirð-
ingar di’ýgi ekki sömu höfuðsyndina og margir Reyk-
víkingar, sem sé þá, að setja börn í svonefnda smábarna-
skóla í þeim tilgangi að láta þau læra lestur, meðan þau
eru 5—6 ára gömul. Slík fyrirtæki ætti að banna með lög-
um og láta þá, sem reka þá, án þess að gera sér grein fyrir
vitaldri barnanna, sæta refsingum.
Ef við höldum okkur við skólaskyld börn 7 ára, þá
sanna greindarmælingarnar, að þau minnst gefnu, þótt
við sleppum hinum fyrr nefndu tveimur prósentum, eru
ekki nema fimm ára að vitaldri. Ókostir þess að hefja
lestrarnámið of snemma eru einkum þessir: Hætt er við að
augum barnanna verði misboðið. Líklegt er, að börnin
ráði ekki við lestrarnámið svo kennurum þyki vel við un-
andi, og er þá hætt við, að börnin hljóti lítið eða ekkert