Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 80
74
MENNTAMÁL
farandi: „Tilkynning til foreldranna: Á næstu síðum sjáið
þér mat okkar á starfi barns yðar á skólaárinu.
Skýrsla þessi er útdráttur úr dagbókum kennaranna.
Samtöl við kennarann hjálpa bæði foreldrum og kenn-
urum til að skilja barnið betur og fara rétt að því. Skól-
inn er þess vegna mjög þakklátur, ef þér heimsækið bekkj-
arkennarann við og við, en hann er til viðtals í stofu
nr.......kl........hvern............dag.
Dagsetning og undirskrift kennara.“
Næstu síður:
Um einkunnabókina segir í skýrslunni: „Okkur fannst
hin venjulega einkunnabók ófullnægjandi, þar sem hún
sýnir aðeins einkunn barnsins, en ekki starf þess. Af þessu
leiðir, að greind börn geta fengið allsæmilega einkunn,
án þess að hafa unnið eins og þau eru fær um. En barn
sem hefur lagt mjög hart að sér, þarf ekki að ná sambæri-
legri einkunn við hið fyrra. í báðum tilvikum hefur sú
einkunn, sem aðeins byggist á samanburði við meðallag
bekkjarins í viðlcomandi grein, slcaðleg sálræn áhrif.“
Ennfremur segir: „Sumir foreldrar munu að vísu, eink-
um til að byrja með, taka mest eftir samanburðareinkunn-
inni, sem svarar til hinnar venjulegu einkunnar, en það
hefur komið í ljós, að foréldrarnir fara smátt og smátt að
álíta, að það hafi í raun og veru mildu meira gildi fyrir
barnið seinna í lífinu, að því lærist að vinna vél og sam-
vizkusamlega en að það hafi náð meðaleinkunn á ein-
hverjum vissum tíma.
Hvorki skóli né heimili hafa áhrif á næmi barnsins, en
starfshættir þess eru mjög háðir áhrifum frá foreldrum
og skóla.“
AÐSTOÐ VIÐ BARNIÐ.
Síðan er í sama kafla rætt um samstarf heimilis og
skóla, ef barnið vinnur ekki eins og það er fært um, og