Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 36
30
MENNTAMÁL
menvitenskaplige Forskningsrád“ var stofnsett árið
1949, hefur fjárhagsstuðningur við þessi mál verið
það ríflegur, að fært hefur verið að taka fyrir stórum
viðameiri verkefni en áður. Rannsóknarráðið fær árlega
góðar tekjur, sem sé hluta af ágóðanum af getraunastarf-
seminni, en samkvæmt lagafyrirmælum skal fé þessu var-
ið til styrktar vísindastarfi. Þrjú rannsóknarráð voru
stofnsett í þessum tilgangi, og fá þau tekjur sínar á þenn-
an hátt. Eitt þeirra er það, sem áður var nefnt, og sam-
kvæmt stofnreglum á það að gegna því hlutverki að vinna
markvíst að því að efla vísindastarf í Noregi á sviði heim-
spekilegra fræða, félagsvísinda, uppeldisvísinda, náttúru-
vísinda og læknavísinda. I ráðinu eru 32 menn, og starfar
það í 5 deildum. Ein deildin fjallar um sálarfræði, mennta-
mál og æskulýðsmál. Hlutverk ráðsins er fyrst og fremst
að styrkja einstaklinga og stofnanir til starfa í þágu
vísindanna, en það getur einnig tekið viss verkefni fyrir
og hlutazt til um rannsókn þeirra, og það styrkir eða sér
um útgáfu vísindarita.
Rannsóknarstofnunin „Pedagogisk Forskningsinstitutt“
við háskólann í Osló hefur notið ríflegs styrks frá rann-
sóknarráðinu síðan í ársbyrjun 1950, og frá þeim tíma
hefur stofnunin tekið miklum stakkaskiptum. Hvert verk-
efnið öðru víðtækara hefur verið tekið fyrir. Þannig var
þegar árið 1950 hafinn undirbúningur að 3 syrpum af
þroskaprófum (modenhetsprþver) fyrir börn á aldrinum
6—15 ára. Forstöðumaður rannsóknarstofnunarinnar,
professor Johs Sandven, stjórnaði þessu starfi, og var því
að fullu lokið árið 1953. Próf þessi eru bæði gerð fyrir
börn þéttbýlis og dreifbýlis og börn, sem tala ríkismál og
þau, sem tala nýnorsku.
Fjöldamörg önnur verkefni hafa verið tekin fyrir. Sem
dæmi má nefna erfiðleika við nám í lestri og reikningi í
yngstu bekkjum barnaskólanna, vinnubrögð í skólum með
farskólasniði, skróp, afbrotaæsku, alþýðufræðslu, og at-