Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 54
48
MENNTAMÁL
— og kemur það svo áþreifanlega í ljós á lokastiginu, —
í frásögn nemendanna. Þá má og ennfremur nefna, sem
jafnan kemur fram, einkum á lokastiginu, — gagnrýni
nemendanna, hvers og eins, á frammistöðu félaganna og
svo sinni eigin, í samanburði við aðra, — hún gefur líka
gott tækifæri til félagslegs þroska.
Ég hef þegar sagt, að þessi starfsaðferð er ekkert loka-
orð í hinum uppeldisfræðilegu rökræðum, síður en svo.
Við verðum sjálf að ganga þann veg, sem við vísum nem-
endum okkar: rannsaka eigin framkomu og úrlausnir, til
þess að sjá og finna það, sem ábótavant er, og hvernig hægt
er að ráða bót þar á, — heilbrigð gagnrýni frá félögum og
öðrum, samvinna við samstarfsmenn, sem vinna á sama
grundvelli, — í stuttu máli: sameiginleg viðleitni til að
leysa hið stóra, sameiginlega úrlausnarefni, hvernig bezt
sé að þroska ungmennin til að vera frelsiselskandi og
ábyrgir þegnar. — Við vitum vel, að skólinn getur ekki
allt þetta, en hann getur lagt góðan grundvöll.
Hið persónulega og félagslega uppeldi stefnir að tak-
marki, sem börnin geta ekki að fullu skilið á skólatíman-
um: að bræðralagi mannkynsins, að frelsi, sem byggt er
á sterkri ábyrgðartilfinningu. En þótt vegurinn að því
marki sé langur og erfiður, verðum við að gera það, sem
Victor Rydberg orðar svo: að halda göngunni áfram og
gera okkar bezta.
Þannig virðist mér sýn allra brautryðjenda stefnunnar í
Svíþjóð. Þeir munu í einstökum atriðum starfa nokkuð
hver með sínum hætti. Mennirnir eru ólíkir, og það væri
sjálfsagt heldur alls ekki æskilegt, að allir störfuðu eins.
En kjarni starfshátta þessara kennara er sá sami, mark-
miðið það sama: að þroska einstaklingseðli, persónuleika
nemandans, svo sem bezt verður á kosið í sönnu lýðræðis-
þjóðfélagi.
Ég mun nú lýsa hér með nokkrum orðum starfsháttum
þeim, sem ég kynntist bezt í þessum efnum, hjá Max