Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 38
32
MENNTAMÁL
AthyglisverS athugun hefur verið framkvæmd viðvíkj-
andi skólagöngu fávita. I ljós hefur komið, að fávitar, sem
notið hafa kennslu í heimangönguskólum (externat) eiga
léttara með að aðlagast umhverfi og sjá sjálfum sér far-
borða að námi loknu heldur en þeir, sem numið hafa í
heimavistarskólum (internat). Námsárangur heiman-
göngukennslunnar er einnig að jafnaði betri.
Ýmislegt fleira mætti nefna, sem vísindamenn í upp-
eldisfræðum við Uppsalaháskóla og nemendur þeirra hafa
f jallað um undanfarin 5 ár, t. d. það, að 2 síðustu skólaárin
hafa öll börn í U. bekk barnaskólanna í Uppsölum veriS
vitprófuð.
1 tengslum við háskólann í Lundi starfar „lnstitutionen
för psykologi ock pedagogik“ undir stjórn prófessors Her-
mann Siegvald. Þar hefur nemendafjöldinn aukizt geysi-
lega á síðustu árum, þannig að skólaárið 1954—55 lögðu
641 stúdent stund á þessi fræði. Undanfarin ár hafa rann-
sóknarstofnuninni verið látin góð tæki í té, sem hafa
aukið og bætt skilyrði til rannsókna og fræðslustarfs í
þessum greinum. En þessi stofun mun nú vera sú full-
komnasta sinnar tegundar á Norðurlöndum, hvað tæki og
ýmiss konar annan útbúnað snertir, þar sem stofnunin nýt-
ur ríflegri fjárhagslegs stuðnings til þessara hluta en aðr-
ar hliðstæðar norrænar rannsóknarstofnanir. Prófessor
Herman Siegvald telur það tímabært að efna til norrænnar
samvinnu um gerð og framleiðslu ýmiss konar tækja til
rannsóknar- og fræðslustarfs í háskólum, rannsóknarstofn-
unum og kennaraskólum á Norðurlöndum. Hann álítur, að
flest þeirra tækja, sem rannsóknarstofnanirnar eiga eða
eiga völ á, séu óþarflega dýr og mörg þar að auki óhentug.
Af þeim fjöldamörgu verkefnum, sem rannsóknarstofn-
unin í Lundi hefur tekið fyrir má nefna, hver áhrif hrós
og atyrði hafa á skólabörn, athugun á ótta og reiði
meðal skólabarna, gerð hæfnisprófa í sambandi við starfs-
val fyrir börn, sem gengið hafa í hjálpardeildir, orsakir