Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 35
menntamál
29
5 árum hafa 7 doktorsritgerðir verið lagðar fram, þar
sem tekin eru fyrir kennslufræðileg, sálfræðileg og fé-
lagsfræðileg svið uppeldisfræðslunnar. Sem dæmi um
kennslufræðilega rannsókn má einnig nefna athugun dr.
Gösta Cavonius á nemendum þeim, sem fallið hafa á
prófi í barnaskóla. Rannsókn þessi hefur náð til 52000
skólabarna víðs vegar í Finnlandi. Athugaður hefur verið
námsárangur þeirra, heimilisástæður og áhugamál, ástæð-
ur þess, að prófið misheppnaðist og áhrif þessa ósigurs á
hvern einstakan nemanda. Einnig mætti nefna rannsókn
próf. M. Koskenniemis á félagslegu uppeldi í skólum og
athugun P. Páivánsalos á hegningum í finnskum mennta-
skólum.
Meðal helztu mála, sem á döfinni eru í Finnlandi á sviði
skólamála má nefna lengingu skólaskyldunnar, þannig að
hún hefjist ári áður en nú er og mundi skólaskyldan þá
ná yfir 9 ár. Einnig mætti nefna aukinn fjölda hjálpar-
skóla og hjálpardeilda m. a. fyrir treggáfuð börn, þannig
að í öllum sveitar- og bæjarfélögum sé a. m. k. einn slíkur
skóli, þar sem tveir kennarar leiðbeina og annast hverja
10—15 nemendur.
í Finnlandi, eins og annars staðar á Norðurlöndum, er
unnið að því að gera fræðslustarfið sem hagnýtast fyrir
hvern einstakling, og í stöðugt ríkara mæli er leitazt við
að taka uppeldisvísindin í þjónustu fræðslustarfsins.
Noregur.
í Noregi er rannsóknarstarf á sviði uppeldisvísinda fyrst
og fremst unnið í opinberum rannsóknarstofnunum. Má
þar fyrst nefna „Pedagogisk Forskningsinstitutt“ við há-
skólann í Osló, stofnsett 1936, og Kennaraháskóla Noregs
í Þrándheimi, en sá skóli hóf starf sitt árið 1922. Þessar
stofnanir hafa tekið mörg verkefni á þessu sviði til rann-
sóknar, en fyrst eftir að rannsóknarráðið „Norges Al-