Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 120
114
MENNTAMÁL
Skólar jyrir treg og sjúk börn.
Eitt sinn veittist flokkurinn harkalega að uppeldisfræðilegum villu-
sporutn i stjórn almenningsmenntunarinnar. Stofnanir hennar hafa
með framkvæmd ályktunar aðalnefndar kommúnistaflokksins frá 4.
júlí 1936 um þessi efni útrýmt óvísindalegum og mjög skaðlegum upp-
eldiskenningum og starfsaðferðum úr skólunum.
Samt er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að á síðari tímum er
farið að bera á öðrum röngum starfsaðferðum í skólunum, þar sem
virtar eru að vettugi vísindalega grundvallaðar kröfur sovézkrar upp-
eldis- og sálarfræði um nauðsyn þess að taka tillit til heilsufars og ald-
urssérkenna nemenda.
Þegar mörg treg börn eru í bekk, hefur það mjög slæm áhrif á fram-
farir og aga hinna barnanna. Mörg dæmi sýna, að eðlilegt starf bekkj-
arins truflast af tregu börnunum.
í mörgum tilfellum óska þessi börn ekki eftir að læra og sitja stund-
um tvö eða jafnvel þrjú ár í sama bekknum.
Treg börn gerast oft leiðtogar hvikulla barna og leiða þau til
slæmrar hegðunar.
Til þess að skapa eðlilegar aðstæður í skólunum, svo að þeir geti
rækt menntunarblutverk sitt í kennslu og starfi, verður að koma á
sérstakri kennslu fyrir treg börn, ekki einungis í sérbekkjum, heldur
einnig í sjö ára sérskóla, þar sem þess er þörf.
Treg börn verða einnig að fá leiðbeiningar um stöðuval með það í
huga, að í framtíðinni muni þau fá nauðsynlega menntun í skólurn
fyrir verkalýð og landbúnaðaræskufólk.
Vist taugaveiklaðra barna eða annarra sjúkra barna í bekknum,
jafnvel þótt fá séu, setur kennarann oft í mjög alvarlegan vanda og
truflar allt starf bekkjarins.
720 nýjar skólabyggingar.
Ráðuneytið sem fer með byggingamál bæja og sveita í Ráðstjórnar-
ríkjunum lætur reisa 720 skólahús á þessu ári víðs vegar um landið og
rúma þau yfir 300 þús nemendur í einu.
Samkvæmt bráðabirgðaskýrslum hafa 350 ný skólahús verið reist
og tekin í notkun undanfarna níu mánuði. Aðrar skólabyggingar eru
misjafnlega langt komnar, en verða teknar í notkun í byrjun skólaárs-
ins 1956.
Tekið úr Aktuellt frán Skolöverstyrelsen, 8. árg. 1955, bls. 548 og
áfram.