Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 99
MENNTAMÁL
93
íellt orð, sem hafði tvöfaldan samhljóða, en það er ekki heppilegt,
þegar hljóð er kennt (lagt inn), að tvöfaldur samhljóði komi þar
fyrir. Það veldur strax örðugleikum fyrir nemandann og breytir
afstöðu annarra liljóða til þess — í þessu orði a — gerir það miklu
styttra. Slíkt orð liefði þurft að gefa nemandanum (segja lionum það í
heild), en þá fær nemandinn ekki þá æfingu, sem orðið átti að
veita. Tvöfaldi samhljóðinn er hins vegar tekinn fyrir seinna,
þegar nemandinn hefur lært liljóð táknsins L, eða á bls. 15—16 og 17,
og þá er tíðni hans mikil.
Þetta dæmi er nefnt hér, af j)ví að það er hið fyrsta sinnar teg-
undar í bókinni og sýnir auk Jjess mæta vel, hve mikillar nákvæmni
jiarf að gæta við samningu slíkrar bókar. Það er og mikið atriði að
fyrstu æfingarnar séu einfaldar, en þjóni þó tilgangi sinum.
Eins og áður er að vikið, liefur nýjum lesköflum verið bætt inn
í og af því hefur skapazt miklu meiri tíðni jieirra hljóða og hljóða-
sambanda, sem hefur átt að æfa. Þar sem fyrir koma tvöfaldir sam-
hljóðar inni í orði eða í enda orðs, er þess gætt að jjeir liafi hæfilega
tíðni í viðkomandi lesköflum. Auk jiess koma þau hljóð, sem kennd
hafa verið, fyrir aftur og aftur til uppfifjunar.
Það voru nokkur dæmi þess í eldri útgáfunni, að liljóðasambönd,
sem höfðu ekki verið æfð að ráði, komu fyrir í lesköflunum. Dæmi:
br á bls. 50 í eldri útgáfu. Þetta olli oft örðugleikum í kennslu, enda
hefur þetta algjörlega horfið í nýju útgáfunni. í nýju útgáfunni er
mun betur gengið frá liljóðasambandinu hv, sem kom dálítið af
handahófi í eldri útgáfunni. Nú koma jjessi hljóð ekki fyrir fyrr en
í sérstakri æfingu aftarlega í bókinni (bls. 88).
Sérstakir leskaflar hafa nú verið samdir til æfinga fyrir þau hljóð,
sem fleira en eitt hafa sama táknið. Dæmi: æfing á framgóms g eins
og í orðinu gess, æfing á framgóms k eins og í orðinu kisa, æfing
á g-inu í dag.
Ef geta ætti einhverra sérstakra leskafla, sem mjög hefur verið
liætt um, vildi ég nefna kaflana um Ei, Ey og Au og sérstaklega þó
kaflann um X. Annars hafa allir leskaflar verið mjög bættir.
Það er galli á lesmáli þessarar nýju útgáfu, að letrið smækkar of
snemma ( á bls. 57) svo og, að tíðni skortir á einstöku stöðum jrar
sem æfa á tvo eða fleiri samhljóða i byrjun orðs. Dæmi: sm á bls.
51 og hlj á bls. 69.
Enn hefur ekki verið minnzt á eitt, sem eykur gildi bókarinnar
til mikilla muna, gerir hana glæsilegri, fallegri og skemmtilegri, en
]>að eru myndirnar, sem hana prýða. Þær eru litaðar. Lithoprent
hefur sett liti i þær og tekizt ágætlega, en Lithoprent prentaði einnig
bókina.