Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 70
64
MENNTAMÁL
og meðal annars benda á nokkur atriði, sem ég tel, að of
lítill gaumur hafi verið gefinn til þessa.
í lok síðustu aldar og í upphafi tuttugustu aldarinnar
fór mikil þekkingaralda yfir Island. Þjóðin var efnalega
að rétta úr aldagömlum kút. Með vaxandi sjálfræði óx
einnig löngunin til þess að búa sem allra bezt í haginn
fyrir komandi kynslóðir. Fjöldi ágætra hugsjónamanna
barðist fyrir aukinni fræðslu bæði í orði og verki, og
þessi barátta náði hámarki sínu með fræðslulögunum frá
1946, sem tryggja íslenzku æskunni eins mikla skólamennt-
un og hún er mest meðal annarra menningarþjóða.
Enginn þarf að efast um, að forustumenn fræðslumál-
anna, sem stóðu í fararbroddi á öndverðri þessari öld,
unnu af heilum hug með heill alþjóðar fyrir augum.
Þjóðin átti þá mikilhæfa forustumenn á þessu sviði, og
þeir hafa sett svip sinn á fræðslumálin fram undir þenn-
an dag. En einu hafa þessir ágætu menn gleymt, og
margir gleyma því enn. Forustumennirnir, sem semja
fræðslulög og námsskrár, eru yfirleitt gáfumenn, sem
hafa aflað sér mikillar þekkingar á ýmsum sviðum. Þeg-
ar þeir semja lög handa almenningi, hættir þeim við að miða
kröfurnar um of við sjálfa sig og gleyma því, sem nú er
vitað um þau miklu takmörk, sem lærdómi alls fjöldans
eru sett. Þegar þessir menn vildu varða leiðina, mörgum
og skærum þekkingarljósum, gleymdu þeir því stundum,
að það er ekki nóg að tendra ljós, það þarf líka að sjá
um, að eldsneyti sé til, svo ljósið slokkni ekki af sjálfu
sér og leiðin verði engu bjartari eftir en áður. Þannig er
ástandið í fræðslumálum okkar íslendinga nú, að við
kennum börnum og unglingum fræði, sem við höldum og
vonum, að verði þeim að gagni, en við gerum lítið eða
ekkert til þess að athuga, hvort öll þessi fræðsla svari
kostnaði. Við vitum meira að segja ekki, nema hún geti
stundum haft öfug áhrif við tilgang sinn.
Ég skal nú skýra nokkuð nánar, hvað ég á við með