Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 59
MENNTAMÁL
53
TRYGGVI ÞORSTEINSSON:
Sænsk námsskrá.
Undervisningsplcm för rikets folkskolor. — Utgiven av
Kungl. Skolöverstyrelsen. — Svenska Bogförlaget
Norstedts.
Á síðastliðnu ári kom út námsskrá fyrir sænsku barna-
skólana. Þetta er mikið rit, 264 bls. í stóru broti. Ritið
hefst á almennum bendingum um hlutverk kennara og
æskileg vinnubrögð, kennslutæki o. s. frv. Þá er gerð grein
fyrir skólaskipaninni, stundaskrám, námsáföngum ásamt
rækilegri kennslufræði í einstökum námsgreinum. Þá
er fjallað um sérkennslu o. fl. o. fl.
Hliðstæðar námsskrár eru nýkomnar fyrir bæði gagn-
fræðaskóla og menntaskóla þar í landi.
Hér fara á eftir kaflar úr inngangi bókarinnar:
Ábyrgð og samstarf.
Það er mjög mikilsvert, að börnin finni, að þau séu
virt og þeim sé treyst. Hver kennari veit, með hve mikilli
gleði og stolti yngri börnin framkvæma þau trúnaðarstörf,
sem þau fá. Það er ef til vill eitthvað smávegis, sem lýtur
að reglu í skólastofunni, að annast blómin í gluggunum,
dreifa bókum eða taka þær saman og svo framvegis. Eldri
nemendur fá vandasamari störf í hendur, t. d. vörzlu
bekkjarbókasafnsins, umsjón með máltíðunum í skólanum
eða eftirlit á skólaleikvellinum eða að vera með í að undir-
búa útistarfsemi og stjórna henni. Slík trúnaðarstörf sýna
nemendunum, að kennarinn virðir þau, og það stuðlar að
því að skapa gott samband milli kennara og nemenda. Af