Menntamál - 01.04.1956, Síða 91
MENNTAMÁL
85
tækniháskóla, verður það ekki fært um að halda sínu
sæti meðal þjóðanna."
Ráðstefnan í Hvíta húsinu ræðir nú ástandið í skóla-
málunum. Þær skoðanir hafa komið fram á opinberum
vettvangi í Bandaríkjunum, að þetta vandamál sé ekki
lengur einkamál heilbrigðis- eða menntamálaráðuneytis-
ins, heldur sé þar um að ræða lífsspursmál allrar þjóðar-
innar í heild.“
Svo virðist sem sum stórveldin séu nú að vakna við
vondan draum, þar sem kennaraskorturinn er, og mætti
sækja dæmin til fleiri landa en Bandaríkjanna, Þýzkalands
og Englands. Tæknimenningin gerir nýjar kröfur til nem-
enda og kennara, en aðrar atvinnugreinir hafa, í svip að
minnsta kosti, boðið betri kjör en kennarastarfið. Einsætt
er þó, að stjórnir stórveldanna láta ekki lengur skeika að
sköpuðu í þeirri frjálsu samkeppni um hæfileikana og
mannkostina.
Af greininni í „Die Zeit virðist mega ætla, að vandinn
sé mestur í sambandi við tæknimenntunina, óvíst er þó, að
svo sé í raun, þó að þar sé hann auðsærri en á öðrum svið-
um. Engu að síður hefur veríð bent rækilega á nauðsyn
þess að auka húmaníska menntun, t. d. í Bandaríkjunum,
og er það gert af ótta við, að tæknimenntunin sé of einhæf
og fullnægi ekki ein sér mennskum þörfum. En hvað sem
því líður, er hitt einsætt, að þörfin er brýn á nægum og
góðum kennurum í hverri grein, og mætti fræðslumála-
stjórn okkar taka þau mál til gagngerðrar athugunar.
Die Zeit, 15. des. 1955.