Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL
27
breytingar þær á skólalöggjöfinni dönsku, sem felast í
frumvarpi því, sem lagt hefur verið fyrir danska þingið
og Bomholt gerði grein fyrir á norræna menntamálaráð-
herrafundinum í Reykjavík í sumar er leið, miða að
því, að skólaskyldan verði 8 ár, fimm ára samfelldur
barnaskóli (grundskole) og þriggja ára framhalds- eða
aðalskóli (hovedskole). Auk þess getur verið um tveggja
ára framhaldsnám að ræða að skyldunámi loknu, og lýk-
ur því með gagnfræðaprófi. Þrjú síðustu skólaár skyldu-
námsins (hovedskolen) yrði nemendum skipt í bóknáms-
og verknámsdeildir eftir hæfileikum og hugðarefnum sam-
kvæmt mati skólans, og mundi það mat að nokkru styðjast
við próf í móðurmáli og reikningi. Bóknámsdeildirnar
koma í stað prófskólans (eksamensmellemskolen), en 2—3
tegundir verknámsdeilda koma í stað próflausa miðskól-
ans (den eksamensfri mellemskole). Ætlunin er að starf
verknámsdeildanna miði að undirbúningi undir ákveðin
störf, svo sem verzlunar- og skrifstofustörf, húsmóður-
störf, iðnaðarstörf o. fl. Kennarasamböndin dönsku hafa
lýst sig fylgjandi þessum breytingum í meginatriðum, en
ýmsir kennarar álíta þó, að það sé vandkvæðum bundið
að skipa börnum í verknáms- eða bóknámsdeildir svo ung-
um (11—12 ára) og auk þess kostnaðarsöm tilhögun.
Raddir eru uppi um nauðsyn þess, að aflað verði reynslu
í ýmsum atriðum í þessu sambandi, áður en stofnað er til
gagngerðra breytinga á skólakerfinu. Tilraunir um ýmis-
legt hér að lútandi hafa verið gerðar á Emdrupskólanum
undir stjórn Anne Marie Nþrvig og auk þess á tveimur
barnaskólum á Frederiksberg. Hvað breytingar á skipu-
lagi og gerð skólakerfisins snertir, mæla þessar tilraunir
það sem þær ná með slíkum breytingum.
I marzlok 1955 var stofnunin „Udvalget for Skole-
psykologiske Unders0gelser“ lögð niður, en ný stofnun
sett á laggirnar, sem heldur áfram starfsemi hinnar fyrr-
nefndu, en hefur víðara starfssvið. Nafn hinnar nýju