Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 108
102
MENNTAMÁL
ar á hátterni, þröngbýlið á jörðúnni, óðalshvöt, ferðalög dýra, geta
dýr ræðzt við? verndardá o. s. frv.
Þessi bók getur auðveldað dýrafræðikennsluna, gert hana lífmeiri
og litríkari og vakið til umhugsunar. Hafi höf. og þýðendur þökk
fyrir hana.
Iiigólfur Davíðsson.
ERLENDUR JÓNSSON:
Kennsla hinna lifandi mála.
í ágúst 1953 var haldið í Nuwara Eliya á Ceylon alþjóðanámskeið
um „gildi kennslu í lifandi málum fyrir uppeldi til alþjóðlegs
þegnskapar". í fjórar vikur sátu málfróðir menn frá ýmsum lönd-
um heims á rökstólum og ræddu, ekki aðeins lilutverk kennslu í
hinum lifandi málum í þágu alþjóðlegs skilnings, heldur einnig fjöl-
mörg atriði uppeldislegs eðlis og aðferðir þær, er auðvelda megi
kennslu og nám í þeim greinum.
Árangur þessarar samkomu hefur svo orðið allefnismikil bók,
Kennsla hinna lifandi tungumála (L’enseignement des langues vi-
vantes). Hún er saman tekin af prófessor Tlieodore Andersson frá
Yaleháskóla í Bandarikjunum, en liann var forseti þessa námskeiðs,
og skrifstofu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna
(Unesco), er stóð fyrir námskeiðinu.
Prófessor Andersson segir í inngangi bókarinnar: „Það er al-
mennt viðurkennt, að þekking á erlendu tungumáli sé aðeins ein
leið af mörgum til þess að skilja aðra þjóð. Við álítum, að félags-
vísindin eigi mest undir skilningi þjóða á milli. Eða livaða leið er
greiðari til þess að komast í kynni við aðra þjóð en sú að leggja
stund á sögu hennar, lög og stjórnarhætti, kynnast félags- og íjár-
málum hennar og þjóðfélagi því, er hún hefur skapað? Margir halda
jafnvel, að skilja megi anda þjóðar af listum hennar, svo sem hljóm-
list og bókmenntum. Sjá þeir ekkert óhagræði við það, að bók-
menntir hennar séu lesnar í þýðingum. Þeim, sem kenna liin lifandi
tungumál, virðist þó þvert á móti sem þekking á tungumáli þjóðar
hljóti að vera óhjákvæmilegur lykill að anda hennar."
Bókin skiptist í tólf kafla, og bera sex hinir fyrri sömu heiti og
aðalviðfangsefni námskeiðsins: kennsla í lifandi málum og húman-
ismi; nám hinna lifandi mála og skilningur á menningu annarra
þjóða; aðferðir við kennslu í hinum lifandi málum; notkun heyrnar
og sýnigagna (auxiliares audio-visuels); sálarfræðileg viðhorf i kennslu
hinna lifandi mála; menntun kennara.