Menntamál - 01.04.1956, Side 46
40
MENNTAMÁL
inga. Þess vegna hefur Stórþingið ákveðið í sömu lögum,
að ríkið greiði hluta af launum sérfræðinga við sálfræði-
lega þjónustu í skólum frá 1. júlí 1955. Eðlileg afleiðing
af þessari lagasetningu Stórþingsins virðist munu verða ör
fjölgun sálfræðistofnana, sem annist sálfræðiþjónustu í
skólum víðsvegar um landið.
Norska uppeldisfræðingafélaginu og Norska sálfræð-
ingafélaginu hafa í seinni tíð borizt margar fyrirspurn-
ir um skipun sálfræðiþjónustu í skólum. Það er afar mik-
ilvægt, að sálfræðistofnanir, sem eiga að rækja þjónustu
við skólana, verði skipulagðar og starfræktar í samræmi
við viðurkenndar sérfræðilegar kröfur. Norska uppeldis-
fræðingafélaginu og norska sálfræðingafélaginu virðist
því viðeigandi að birta eftirfarandi ályktun, sem byggð er á
reynslu þeirra stofnana, sem nú annast sálfræðiþjónustu
í skólum. Ályktunin er samin af sérfræðinganefnd beggja
félaganna.
1. Viðfangsefni sálfræðiþjónustu í skólum.
Fyrsta dvöl barna í skóla krefst margþættrar aðlögun-
ar. En það er bæði háð þeim þroska, sem barnið hefur náð,
og ýmsum aðstæðum í skólanum, hversu sú aðlögun tekst. Á
henni geta orðið margvíslegir erfiðleikar. Sumir eiga
upptök sín í skólanum og aðstæðum barnsins þar, aðra má
rekja til heimilisins eða félaganna. Afbrigði í greindarfari
og persónuþroska, skynjunargallar, bjagað málfæri, van-
kantar á dagfari og framkomu — allt þetta og fleira af
sama tagi getur valdið barni geysilegum örðugleikum bæði
í skólanum og utan hans. Hér er ekki rúm til að greina
í einstökum atriðum þau margvíslegu vandamál, sem vaxa
af þessum rótum. Á hitt leggjum við áherzlu, að því fyrr
sem barnið nýtur viðeigandi meðferðar, því meiri líkur
eru á, að hægt verði að losa það úr hömlunum. Vandamálin
geta að vísu verið margþætt og flókin. Samt getur vel
skipulögð sálfræðiþjónusta oft veitt þá hjálp, sem dug^r.