Menntamál - 01.04.1956, Page 24
18
MENNTAMÁL
systur Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests, en tvíburabróðir
Grétars Ó. Fells rithöfundar. Ófeigur tók snemma að
kenna piltum undir skóla og þeir bræður tóku báðir stúd-
entspróf eftir kennslu föður síns í heimahúsum. Síðan
stundaði Ragnar guðfræðinám við Iiáskóla Islands og nam
tungumál við Kaupmannahafnarháskóla um skeið, en gerð-
ist svo aðstoðarprestur föður síns á Fellsmúla, tók við
kallinu að fullu um 1941 og sat þar æ til dauðadags. Kona
hans var Anna Kristjánsdóttir úr Reykjavík; þau voru
barnlaus.
Sjálfsagt hefði borið meira á hæfileikum Ragnars, ef
hann hefði ekki valið þann kostinn að sitja alla sína ævi
á sama blettinum innan um gott sveitafólk í Landsveit.
En þar til kom óhófleg hlédrægni hans, bæði meðfædd og
komin utan frá. Ég er þó ekki viss um að hann hefði unað
ævi sinni betur við kennslu yfir bekk með misviljugum
unglingum, en áhugasömum nemendum hafði hann alltaf
yndi af að kenna. Nemendur hans og þeirra Fellsmúla-
feðga urðu margir og komu af misjöfnum ástæðum. —
Sumir nemendurnir komu af því að þeim höfðu orðið tor-
sótt próf; þó að þeir hefðu allar aðstæður til að kaupa sér
kennslu og aðra slíka hjálp, var eins og hún yrði jafnan
notaminni en kennslan hjá sveitaklerkunum. Aðrir komu
sér að Fellsmúla af því að þar var jafan illa fylgzt með
tímanum að verðleggja hverja kennslustund, ekki nema
stundum tekin greiðsla fyrir heils vetrar einkakennslu.
Þetta greiddi mjög fyrir snauðari unglingum. Það voru
til dæmis ekki mörg hundruð krónur alls sem ég greiddi
þar fyrir alla kennsluna frá því fyrir gagnfræðapróf
(1942) og til stúdentsprófs (1945). Einu sinni stóð ég
þar þó eina eða tvær vikur að slætti, og sú vinna var
gjald fyrir kennslu heilan vetur. Þá sást önnur hlið á
Ragnari en við kennsluna, hann átti það til að glettast
við háaldraðan föðurbróður sinn sem var þar jafnan um
sláttinn — og var sú glettni og kankvísi raunar gagn-