Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Page 19

Menntamál - 01.04.1961, Page 19
MENNTAMÁL 9 framfara í stjórnmálum, efnahag, tækni og menningu. Allar þessar framfarir eru að sjálfsögðu af erlendum toga spunnar. Það er ekkert sérstaklega íslenzkt við sjálfstæði eða við það að menn hafi í sig og á og búi í sæmilegum húsakynnum, ekkert sérstaklega íslenzkt við bætt fram- leiðslutæki eða við skóla og menntun. Hinsvegar urðu sérstakar kringumstæður þess valdandi, að á íslandi fékk þessi samvestræna þróun á sig mjög séríslenzkan svip. Landið var tæknilega, fjárhagslega og menningarlega svo frumstætt, að heita mátti að allar breytingar, á hvaða sviði sem var, stefndu óhjákvæmilega í eina átt: fram á við. Hver maður sem á skóla gekk skilaði fjárhagsleg- um arði. Hver efnahagsleg umbót skapaði ósjálfrátt nýja menntun. Hvert nýtt skáld þokaði stjórnmálabaráttunni fram á við, og hver nýr stjórnmálasigur skapaði skáld. Allir þættir þjóðlífsins, efnalegir og andlegir, voru órjúf- anlega tvinnaðir. Verkefnin voru óteljandi, og þau lágu beint við. Engan mann mátti missa; autt rúm beið hvers þess er betur gat eða betur vissi en annar. Einhæfir at- vinnuvegir sköpuðu allri þjóðinni sömu hversdagsreynslu og sömu viðhorf. f sjálfstæðisbaráttunni átti þjóðin sam- eiginlegan málstað, sameiginlegt takmark, sem enginn gat villzt á, hversu svo sem menn greindi á um leiðir. Og sá efnahagslegi og menningarlegi ávinningur, sem sigldi í kjölfar hvers stjórnmálasigurs, gaf stjórnmálabarátt- unni gildi langt út fyrir sitt eigið þrönga svið. Ekkert var eðlilegra en að þær kynslóðir, sem að þess- um framförum stóðu, yrðu framsæknar og bjartsýnar, fullar af þreki og eldmóði. Ekkert var eðlilegra en að þess- ar kynslóðir arfleiddu okkur að trú á meiri og meiri fram- för, á sjálfsögð viðfangsefni, á náin tengsl hinna ýmsu þátta íslenzks þjóðlífs. Og ekkert er heldur eðlilegra en sú staðreynd, að við stöndum uppi hálfráðalausir með þennan arf. Raunar er of snemmt að tala um arf. Hin síðasta þessara kynslóða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.