Menntamál - 01.04.1961, Qupperneq 25
MENNTAMÁL 15
S. 1. haust, er sálfræðideild skóla var sett á stofn í
Reykjavík á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, var
Örn Helgason stud. psykol. ráðinn um nokkurra mánaða
skeið til að starfa að víðtækari og nákvæmari staðtölu-
legri (statistískri) úrvinnslu. Þórir Bergsson, tryggingar-
fræðingur, tók að sér að hafa yfirumsjón með stærðfræði-
legri uppsetningu úrvinnslunnar. Án þessara ágætis starfs-
krafta, sem Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur tryggði hinni
nýstofnuðu deild, væri ekki unnt að greina frá þeim ná-
kvæmu staðtölulegu niðurstöðum, sem hér fara á eftir.
Fyrst verður gerð grein fyrir tilrauninni í Reykjavíkur-
skólunum.
Haustið 1958 var prófið lagt fyrir 184 börn í Reykja-
vík og 1959 220 börn. Samtals bæði árin 404 börn.
Skipting barnanna í 4 flokka eftir f rammistöðu á próf-
inu var þessi:
I. fl. (börn með 20 stig eða meira) .... 22,3%
II. fl. (börn með 10—20 stig) ............. 31,7%
III. fl. (börn með 0—10 stig, vafafl.) .... 27,5 %>
IV. fl. (börn með mínustölu, óskólaþ.) . . 18,5%
Meðaltala sænska prófsins í Reykjavíkursafninu reynd-
ist fyrir drengi og stúlkur saman 10,9. Standard-dreifi-
tala 10,5.
Samanlmrður við einkunnir.
Þá skal greint frá meðaltölum í lestri og reikningi inn-
an hinna fjögurra flokka þroska-prófsins.
Einkunnir í lestri á vorprófi 7 ára barna.
I. fl. 5,36.
II. fl. 4,26.
III. fl. 3,91 (vafafl.)
IV. fl. 2,51 (óskólaþroska skv. prófinu).