Menntamál - 01.04.1961, Page 41
MENNTAMÁL
31
ýmsu bekkjum. Og við förum og heimsækjum námur og
hittum námuverkamenn. Hvers spyrja þeir og frá hverju
hafa þeir að segja? Og við fylgjum timburflekunum á
leið þeirra frá skógunum og út til hafs. Og við heimsækj-
um vínhéruðin við Rín. Hvað sjáum við úr bátnum og
hvað sjáum við þegar við komum upp á hæðirnar við
fljótið? Um þetta spjöllum við. Og hvað fleira fýsir okk-
ur að vita? Við spjöllum við vínbændurna sjálfa.
Með þess kyns viðræðum fáum við lifandi lýsingu á
atvinnulífi og heimkynnum manna um allar jarðir.
En stórkostleg viðfangsefni og hrikaleg eru einnig tek-
in fyrir í landafræðileikjum. Ég hef séð börn leika land-
brot og stórflóð í Hollandi. Kennaraborðinu var breytt í
varnargarð. Börnin léku hlutverk sín svo frábærlega, að
manni virtist vatnið flæða yfir landið (gólfið í stofunni).
Og ég hef séð börn þykjast búa undir Vesúvíusi, þegar gos
hófst, og þau léku skelfinguna og flóttann undan gosinu.
Einnig er girnilegt að leika líf frumstæðra þjóða í fjar-
lægum löndum.
Hápvinnan er góður undirbúningur.
Hvernig á maður að skipuleggja leikæfingarnar í bekkn-
um? Ég hef oftast nær byrjað þær sem hópvinnu. Þegar
við gerum áætlun um „áhugasviðið", skrifum við niður hjá
okkur atriði innan þessa sviðs, og velja síðan vinnuflokk-
arnir hver sitt verkefni. Börnin eiga fyrst að leita efnis
og vinna úr því og skila því síðan sem fyrirlestri, ritgerð
eða leik. Hver flokkur verður að skila verkefni sínu í á-
heyrn og ásýnd bekkjarins. Börnin taka brátt eftir því,
að félagarnir hafa mestan áhuga á leiknum. Einstaka
barn hefur þó ekki áhuga á þess kyns tjáningu, en þau
eru undantekningar.
Leikæfingarnar krefjast virks samstarfs, og börnin fá
góða æfingu í því að koma fram og tala í áheyrn bekkj-