Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Page 45

Menntamál - 01.04.1961, Page 45
MENNTAMAL 35 listin, undrið að baki efnis og búnings — verður alltaf leyndardómur. „Skáldskapur er runninn upp úr galdri“, hefur eitt þeirra skálda sem hér koma fram einhvers staðar sagt og mun það rétt vera. Segja má að öll list sé einskonar töfra- brögð: tilraun mannsandans til að ná valdi yfir hinum duldu öflum í sjálfum sér og alheiminum með því að binda þau skynjanlegri tjáningu. En enda þótt skáldskapurinn, hin eiginlega fullgilding ljóðsins, sé þannig í raun réttri hafin yfir alla rökræðu er vissulega hægt að deila lengi um búning þess og efni sem háð eru stað og stundu eins og hver önnur mannaverk. Ekki þarf annað en benda á einhverja fulltrúa gerólíkra lífsviðhorfa til að sannfærast um þetta. Tökum til dæmis Maxim Gorki og Knut Hamsun ellegar Bertold Brecht og Ezra Pound. Hvaða skynbærum manni kemur til hugar að afneita verkum þessara skálda sem fullgildri list? Eigi að síður má með nokkrum rétti segja að um samfélags- skoðanir þeirra hafi verið háðar einhverjar grimmustu orustur veraldarsögunnar. En jafnframt vaknar eðlilega sú spurning hvort skáld- skapurinn sé þá sjálfstæð höfuðskepna, óháð öllum lög- málum mannfélagsins, svo sem trúarskoðunum, siða- skoðunum og þjóðmálaskoðunum. Því er kannski helzt að svara bæði játandi og neitandi. Segja má að leyndardóm- urinn mikli sem listin virðist runnin frá sé utan og inn- an við þau kerfi sem þróun mannlegrar tilveru hefur snið- ið sér. En þá ber hins að gæta að skáldið er ekki einung- is skáld — það er líka maður. Allir kannast við hinar tvær höfuðkenningar sem uppi hafa verið um hlutverk listar. Önnur segir: listin fyrir listina. Hin segir: listin fyrir lífið. Fyrri kenningin er auðvitað sprottin af þrá skáldsins til að gera ljóð sitt að frjálsum leik ímyndunaraflsins, án íhlutunar raunheims- ins — hin síðari af þrá mannsins til að gefa því tilgang,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.