Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Page 53

Menntamál - 01.04.1961, Page 53
MENNTAMÁL 43 sníkjumenningar. Hann sýndi fram á að án traustrar al- þýðumenntunar væri óhugsandi að halda uppi nokkurri æðri menningu á Islandi, því vegna fámennis hefði þjóð- in ekki bolmagn til að bera uppi sjálfstæða menntamanna- stétt, án verulegra tengsla við hið vinnandi fólk, eins og átt hefði sér stað meðal fjölmennari þjóða. Þetta er ábending sem hverju íslenzku skáldi er hollt að leggja sér á hjarta. Ljóðið hefur frá öndverðu verið eitt kærasta hugðar- efni íslendinga. Það hefur verið sterkasti tengiliður al- þýðunnar við það menntalíf sem um hefur verið að ræða í landinu hverju sinni. Sumir segja þegar bezt liggur á þeim, að skáldskapurinn hafi verið lífgjafi þjóðarinnar um langar og myrkar aldir. En eigi hann að halda áfram að gegna sínu mikilvæga hlutverki, þá verða iðkendur hans og unnendur að búa honum jarðveg og skjól í nýrri al- • þýðumenningu, sem reist er á grunni breyttra þjóðlífs- hátta. Oss er lífsnauðsyn að átta oss á hvað það þýðir að vera horfinn úr fábreyttri tilveru sveitamannsins inn í víðtækt og flókið samlíf heimsborgarans. Bjartur í Sum- arhúsum og Ólafur Kárason Ljósvíkingur eru horfnir inn í þögn öræfanna. Atburðir suður í Alsír, austur í Kína eða vestur á Kúbu hafa nú stórum sterkari áhrif á vitund vora en það sem gerðist á næsta bæ í gamla daga. Risa- leikur stórvelda og hagkerfa bergmálar daglangt í blöð- um og útvarpi í stað fornsagnalesturs og rímnakveðskap- ar liðinna alda. Þessi sívaxandi nálægð umheimsins hlýtur að verða vort alvarlegasta íhugunarefni. Áhrifin sem að sækja eru ým- issar náttúru: sum frjóvgandi og holl, önnur spillandi og banvæn. Um einangrun getur ekki framar verið að ræða. En þá er spurningin mikla sú, hvort vér stöndumst flaum- inn án þess að glata sál vorri. Það er sem sé engan veginn einhlítt að leysa hið frumstæða vandamál skorts og fá- fræði. Sú hamingja sem manninn dreymir um býr aldrei einvörðungu þar. Enda þótt allsnægtir hafi að jafnaði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.