Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Page 60

Menntamál - 01.04.1961, Page 60
50 MENNTAMÁL enda, að hve miklu leyti mætti nota íslendingasögurnar sem uppeldistæki1'.1) Uppeldisgildi skáldskapar og tilgangur uppeldis. Er ræða skal uppeldisgildi skáldskapar, liggur hendi næst að skilgreina þau fyrirbæri, sem hér er um að ræða: Uppeldi og skáldskap. Næsta skref er svo það að gera sér grein fyrir hlutverki uppeldisins, eðli skáldskaparins og tengslum þeirra. Meginspurningin er því: Að hve miklu leyti og með hverjum hætti getur skáldskapur haft uppeld- islegt gildi? Flestir telja hlutverk uppeldisins vera fólgið í mótun skapgerðarinnar. Til þess að gera sér grein fyrir hinum uppeldislegu forsendum, verður að reyna að ákveða nánar, hver sú skapgerð er, sem sótzt er eftir að ná. Það er sérstætt fyrir tilveru mannsins og eðli, að hann lifir ekki hugsunarlaust eins og skynlaus skepna, hann er gæddur viti, samvizku og sómatilfinningu og leitast við að finna lífi sínu tilgang. Frá upphafi vega hefur þessa tilgangs verið leitað. Sú leit hefur fundið heimsskoðanir, trúarbrögð og listastefnur, heimspeki og guðfræðikerfi. Hversu mjög sem mennirnir hafa leitazt við að nálgast tilgang lífsins, að sí-nýjum leiðum og frá nýjum forsend- um, þá verður hann ekki skilgreindur til hlítar, heldur lif- ir hann í hugboði manna sem óljóst þráð markmið að baki allra hluta. .. . Sérhver maður stendur einn andspænis þessu æðra mark- miði og þó tengdur liföndum, öldum og óbornum í þrá sinni. Þessi skilgreining á eðli mannsins ákvarðar jafnframt 1) Ritgerðinni fylgja mörg sýnishorn af stílum nemenda. H6r verða sýnishornin ekki birt, en höfundur telur sér skylt að afmarka þegar í upphafi það markmið, sem ljær íslendingasögunum upp- eldisgildi. í öðrum kafla gerir höfundur grein fyrir þeirri reynslu, er hann öðlaðist við að kenna Grettissögu. Ennfremur gerir hann grein fyrir ritgerðum nemendanna, og liversu úr þeim var unnið. Þýð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.