Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Page 64

Menntamál - 01.04.1961, Page 64
54 MENNTAMÁL leika lífsins. Ljótleikinn er til, í dag eins og þá, og maður- inn verður að standast hann eins og söguhetjurnar gerðu. Það er í fyrstu ekki auðvelt að lesa sögurnar. Þar er ekki að finna auðkeypta gæfu, engan ytri ljóma. Örlögin eru harmar og þjáning. Þess vegna munu sögurnar fyrst í stað gera okkur lífið erfiðara. Huggunina er samt sem áður að finna í þeim viðnámsþrótti, sem við verðum að knýja fram í sjálfum okkur, er við endurlifum örlög sagna- persónanna og tökum jákvæð viðhorf til sögunnar svo sem höfundurinn sjálfur. Enn eitt getum við lært af sögunum: að dæma menn- ina ekki of fljótt, heldur reyna að skilja þá. Sögurnar draga ekki upp myndir gæddar rómantískum ljóma, þær lýsa ekki brestalausum hetjum annars vegar né vesal- mennum hins vegar, þær lýsa lífi mennskra manna, sem taka kjörum sínum, eftir því sem máttur og vilji dugar til. Sögurnar fella ekki heldur siðferðilega dóma: í sög- unum „hefst vísir að sálfræðilegum skilningi á mann- eskjunni og ber að nokkru fullan blóma, en slíkur skiln- ingur er eitt hinna æðstu andlegra gæða“. (A. Heusler). Sambandið milli föður og sonar hvílir í sögunum á gagnkvæmri virðingu. Sonurinn heiðrar föður sinn og fylgir ráðum hans, en faðirinn viðurkennir persónuleika og eigin vilja hins unga manns. Einnig er í sögunum mörg dæmi um sambandið milli móður og sonar. Megináherzla er lögð á móðurástina. Áhrifamest er ef til vill ást Ásdísar á hinum ógæfusama syni, Gretti. Samband hjóna hvors til annars kemur og skýrt í Ijós, einkum hin fórnfúsa tryggð konunnar. Vináttan er efni, sem aftur og aftur er fjallað um í sögunum. Gestrisni, drengskapur og átthagaást gleymist eigi heldur. Á liðnum árum urðu íslendingasögurnar mikilvægur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.