Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Síða 88

Menntamál - 01.04.1961, Síða 88
78 MENNTAMÁL menningarlegra gerninga til þess að skilja þá sannmennsku viðleitni, er í slíkum umræðum fólst. — Mér var því ekkert nýnæmi á því að heyra rætt um Hallgerði. En mér var nýnæmi á frjósemi liugans, hug- kvæmninni, fundvísinni á samhengi kjara og viðbragða, fordóma- leysinu, samúðinni, mannúðinni, sjálfu viðhorfinu að rekja við- brögð og ástríður til róta í stað þess að dæma og fordæma, að ég ekki tali um orðgnóttina. — Þess má enn geta, að Karl var þegar í skóla einn af þeim, er hljóta sérstaka einkunn í eyru nýsveina. Ég trúði — og hugði það almannaálit, — að ekki væri þá annað meira rithöfundarefni í Menntaskólanum á Akureyri. Enn var það vitað, að Karl hafði ráðið að gerast læknir, áður en hann hóf mennta- skólanám, og man ég, að mér þótti það undarleg ákvörðun væntan- legs rithöfundar, en mér er ekki kunnugt, liversu snemma Karl hefur valið sérgrein sína, tauga- og geðsjúkdómafræðina. Hitt undrar mig síður nú en þá, eftir að ég skildi, að minnstur hlutur lífsins ger- ist í orðum, töluðum eða skráðum, að ritstörf Karls hala fram að þessu orðið miklu minni að vöxtum en ég hafði vænzt. Þó undrar mig enn síður, að hann skrifar góða bók. — Það kemur engan veg- inn af gamalli virðingu á orðlist Karls, né lieldur gamalli vinsemd, að ég læt öldungis ógert að. segja honum fyrir verkum, hversu liann skuli rita sínar bækur, þó að slíkar leiðbeiningar séu oft látnar ör- látlega í té og trúlega í beztu meiningu. Ég læt mér nægja að biðja í allri hógværð: Góði reyndu að fá tóm til að skrifa svolítið meira. Á sama veg og þú myndir enn ganga með mér í öllum rólegheitum milli Þverár og Helluár og leiða athygli að hversdagsmörkum átthaga minna svo að nýtt ljós bæri á, er þér lagið að leiða lesandann um átt- haga geðs og gerðar, svo að skilningur og heilindi verða meiri og betri en áður. Þess vil ég enn geta, að ég hef sannreynt, að bókin er leikmönnum sérstaklega auðveld lesning. Þessar línur eru jöfnum höndum skrifaðar til að þakka fyrir gott verk og til þess að hvetja kennara og livern þann annan, er þessar línur kann að lesa, til að kynna sér bók Karls vel og rækilega. Karl auðkennir bók sína sem þætti um hugsýki ng sálkreppur. Mér er þó nær skapi að minna á bókina, af því að hún veitir fræðslu og birtir viðhorf, sem eðlilegt er að telja til almennrar sálarjraði, og raunar suma þá þætti hennar, sem mestu varða í uppeldi. Og kröf- ur Karls um verðleika sállæknis eiga að breyttu breytanda við kenn- ara í meginatriðum: „Framar öllu verður persónuleiki hans að vera tiltölulega heil- steyptur, án verulegrar togstreitu og mótsagna, án sterkrar and- úðar og hleypidóma. Hann verður að hafa áhuga á mannssálum, geta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.