Menntamál - 01.08.1966, Side 11
MENNTAMÁL
97
og er í 228 milljón km fjarlægð frá henni. Hvað er
þá Jörðin, sem er 365 daga að fara einn hring um-
hverfis sólina, í mikilli fjarlægð frá henni?
Það þarf alltaf einhverja þekkingu til að geta reiknað
dæmi, þekkingu á þeim hugtökum, sem þar koma fyrir.
Það, sem hér vantar, er kennsla í meðferð og notkun hug-
taka. Til dæmis hugtök eins og verð, lengd, vextir o. s. frv.
á að kenna að nota í reikningi. Með því er hægt að losna
við þríliðuna og komast að kjarna þess, sem felst í hug-
takinu hlutfallareikningur.
4. Það eru tíðkaðar nokkrar mismunandi kennsluaðferð-
ir í skólum, og oft er um það deilt, hver sé sú heppilegasta.
Ég hef ekki aðstöðu til að leggja neinn dóm á það, en vil
þó benda á eitt, sem mér finnst vera vanrækt. Það er, að
kennarinn haldi fyrirlestur um námsefnið. Tilgangurinn
með því er ekki einungis að útskýra námsefnið fyrir nem-
endum, heldur einnig og ekki síður að sýna nemendum,
hvernig þeir eigi að hugsa. Ég vil vekja athygli á því, að
þetta er einmitt mikilvægt, til þess að nemandinn verði
fær um að nota stærðfræðikunnáttu sína. Það að breyta
raunhæfu viðfangsefni yfir í stærðfræðilegt, krefst ætíð ein-
hvers snefils af stærðfræðilegri hugsun. Hins vegar má ekki
vanrækja að veita nemandanum nokkra þjálfun í því að
tala skýrt og skilmerkilega um námsefnið, tjá hugsun sína,
en það fæst ekki með því að toga út úr honum orð og orð
á stangli.
Að lokum vil ég taka eftirfarandi fram í sambandi við
prófin margumtöluðu. Ég tel, að ekki sé rétt, að nemendur
séu prófaðir í námsefni, sem engin ástæða er til að þeir
kunni. Ef þetta sjónarmið væri viðurkennt, þá væru t. d.
próf í lesnum dæmum ekki tíðkuð. Það er algjörlega eiuskis
virði, að nemendur læri þessi dæmi utanað. Lakari nemend-
ur freistast einmitt til þess, en ættu að verja tíma sínum
á skynsamlegri hátt. Önnur ástæða til þess, að slík próf eru
óaeskileg, er sú, að þau hafa mjög neikvæð áhrif á kennslu-