Menntamál - 01.08.1966, Page 54

Menntamál - 01.08.1966, Page 54
140 MENNTAMÁL unar í tali og riti. Sá sem helur farið á mis við slíkan undirbúning geldur þess síðar, bæði í skóla og starfi. Ræðu hans og ritmennsku, ef einhver er, skortir lit og frumleik. Skoðanir og skilning sækir hann mest til annarra, ósjálf- stæði og dofinsháttur einkenna hugsun hans og tilfinningar. Ritþjálfun í víðustu merkingu þess orðs má skipta í tvö stig eða skeið, er nefna mætti forþjálfun og eiginlega rit- þjálfun eða ritunarskeið. Ætti forþjálfunarskeið að hefjast þegar við upphaf skólagöngu. Meginverkefni þess skyldi vera æfing munnlegrar tjáningar, sem stig af stigi fái út- færslu í skriflegri tjáningu. Einstakir þættir forþjálfunar mættu vera þessir helztir: þroskun hlutskynjunar, athyglis- gáfu og næmleika fyrir orðum og góðum bókmenntum, tal- æfingar af ýmsu tæi, umræður og munnleg samning. Ég mun nú reyna að gera nokkra grein fyrir þessum þáttum forþjálfunar, hverjum fyrir sig. Þroskun hlutskynjunar og alhyglisgáfu í tengslum við ímyndunarafl er hér einna drýgst á metunum. Ég legg hér áherzlu á tengslin við ímyndunaraflið, því að eftirtekt án ímyndunar efnir tæplega til lifandi reynslu, er verði minnis- stæð. Skarpari hlutskynjun og aukin spennivídd eftirtektar þurfa að haldast í hendur við skapandi ímyndunarafl. Raunverulegt dæmi, erlent að vísu, skal nefnt til skýringar. í barnaskóla einum í sveit notaði kennarinn hádegishléið til að skerpa skynnæmi barnanna. Vor og haust snæddi bekkurinn í sameiningu hádegisnestið undir stóru eikartré. Beindust samræðurnar þá stundum að bragðgæðum, ilmi, hitastigi ellegar hugtökum sem hávaða, kyrrð, hörku, mýkt, hægð og hraða. Stundum leituðu börnin eftir myndum í skýjafari eða greinum trésins. Þær hugmyndir, sem kenn- aranum þótti eftirtektarverðar eða vel orðaðar, skrifaði hann hjá sér í vasabók, svo að lítið bar á. Síðan hreinritaði hann þær á stórar arkir, sem börnin myndskreyttu. Úr þessum örkum varð smám saman eins konar bók, sem börn- in nefndu „Undir eikartrénu“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.