Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 56
142
MENNTAMÁL
hina eiginlegu ritþjálfun barna. Auðvitað verður forþjálf-
un þessi að miðast við reynslu og skilningsgetu barnanna;
með „góðum bókmenntum“ á ég auðvitað við góðar sögur
og ljóð við barna hæfi.
Enn er þó mikilvægur þáttur ótalinn. Á ég þar við tal
og umrœður milli barnanna sjálfra eða með þátttöku kenn-
arans. Þótt slíkar talæfingar, bæði frjálsar og bundnar eða
skipulagðar, heyri til forþjálfunarstiginu í ríkum mæli, eru
þær engu síður nauðsynlegar síðar meir, því að stöðugt
þarf að leggja áherzlu á samband munnlegrar og skriflegrar
tjáningar. Óþvinguð og frjáls munnleg tjáning barns í sinn
hóp er yfirleitt nauðsynleg forsenda þess, að það geti tekið
á sig þá ábyrgð, sem því fylgir að setja fram og verja skoð-
anir sínar og fullyrðingar í skipulegri umræðu.
Talæfingum má skipta í tvo flokka: frjálsar og bundnar
talæfingar. Einkenni frjálsra talæfinga er margbreytileiki
umræðuefna eftir því sem talið berst hverju sinni og lítil
þátttaka kennarans, nema til þess að halda uppi nauðsyn-
legum aga og fitja upp á nýju umræðuefni, ef í strand
rekur. Frjálsar talæfingar hafa einkum sálfræðilegt gildi
fyrir nemendur, þær hjálpa til að losa um hömlur á tján-
ingarvilja óframfærinna nemenda, kynna börnin betur
hvert öðru og skapa félagsanda innan bekkjarins. Að sjálf-
sögðu verður kennarinn að fylgjast vandlega með því, að
enginn nemandi verði afskiptur í frjálsum talæfingum.
Bundnar talæfingar eða skipulagðar eru annars eðlis. Þær
eru sniðfastari og meir undir stjórn kennarans en frjálsar
talæfingar. Geta bundnar talæfingar verið með ýmsu móti.
Ég get hér stuttlega nokkurra, sem ef til vill gætu komið
að gagni.
1. Tvö börn snúa bökum saman, meðan annað þeirra
gefur hinu munnleg fyrirmæli um, hvernig það skuli leysa
af hendi eitthvert létt verk í höndunum, t. d. þræða nál
eða binda sérstakan hnút. Hinir í bekknum horfa á og
gagnrýna mistök.