Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 95
MENNTAMÁL
181
2. Þingið telur nauðsynlegt að krefjast endurskoðunar á
gildandi kjarasamningi jafnskjótt og lög heimila.
3. Þingið skorar á stjórn B.S.R.B. að vinna að því, að
ríkisstarfsmenn fái notið þegar í stað hliðstæðrar verð-
tryggingar launa eins og gert er ráð fyrir í samkomu-
lagi Alþýðusambands íslands, atvinnurekenda og ríkis-
stjórnarinnar.
4. Þingið skorar á stjórn S.Í.B. að vinna að því við næstu
kjarasamninga, að sömu laun verði greidd fyrir kennslu
á öllu skyldustiginu.
5. Fulltrúaþingið skorar á stjórn S.Í.B. að vinna að því:
a) að barnakennarar og skólastjórar fái nú þegar launa-
flokkahækkanir sambærilegar við þær, sem ríkis-
stjórnin hefur mælt með, að framhaldsskólakennar-
ar fái.
b) að þau kjaraatriði Kjaradóms, er varða barnakenn-
ara, komi þegar í stað til framkvæmda, svo sem
kennsluafsláttur kennara, sem kenna afbrigðilegum
börnum.
c) að vinna að því við næstu kjarasamninga, að
kennsluskylda barnakennara verði færð úr 36 stund-
um á viku niður í 30; að greiðsla fyrir heimavinnu
barnakennara verði ákveðin sem fyrst og í samræmi
við sambærilegar greiðslur til framhaldsskólakenn-
ara.
6. Þingið lýsir óánægju sinni yfir því, hve málarekstur
yfirvinnumálsins hefur dregizt á langinn, en telur þó,
úr því sem komið er, vafasamt að halda honum áfram
og styður því gagntilboð S.Í.B. með þeim fyrirvara, að
hverjum félaga innan S.Í.B. sé heimilt að fylgja eftir
frekari kröfum um vangoldið yfirvinnukaup, ef hon-
um sýnist svo.“
Seint á árinu 1964 íéllst ríkisstjórnin á að greiða verð-
lagsuppbót á grunnlaun ríkisstarfsmanna, og nemur þessi
uppbót nú rúmlega 13%.