Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 96
182
MENNTAMÁL
Stjórn B.S.R.B. samþykkti einróma að segja upp samn-
ingum um laun og vinnutíma, sem gilt höfðu frá 1. júlí
1963, en þeir giltu til ársloka 1965. í febrúar 1965 fór fram
allsherjaratkvæðagreiðsla um uppsögn samninga. Var sam-
þykkt með miklum atkvæðamun að segja upp samningum.
Stjórn S.Í.B. aðstoðaði við atkvæðagreiðsluna í Reykjavík
og nágrenni og margir barnakennarar unnu í kjördeildum
o. fl.
Stjórn sambandsins hóf undirbúning að kröfugerð við
næstu samninga í nóv. 1964. Á fundi sambandsstjórnar 16.
nóv. 1964 voru eftirtaldir menn kosnir í launamálanefnd,
sem vera skyldi stjórninni til aðstoðar: Þorsteinn Sigurðs-
son, Svavar Helgason, Ársæll Sigurðsson, Þorsteinn Ólafs-
son og Þorgeir Ibsen. Varamenn voru: Gunnar Guðmunds-
son, Marinó L. Stefánsson og Guðni Jónsson, sátu þeir
flesta fundi nefndarinnar. Nefndin hélt marga fundi og
gerði tillögur um skipan barnakennara í launaflokka, vinnu-
tíma og fleira.
Á fundi sambandsstjórnar 20. nóv. 1964 voru tillögur
launamálanefndarinnar samþykktar óbreyttar. Tillögurnar
voru þannig:
„Barnakennarar taki jafnhá laun og þeir gagnfræðaskóla-
kennarar, sem kenna á skyldunámsstigi og hafa sömu undir-
búningsmenntun (almennt kennarapróf frá Kennaraskóla
íslands), enda verði þeim eigi skipað lægra en í 18. launa-
flokk.
Um skipan annarra starfshópa innan vébanda S.Í.B. í
launaflokka gerir sambandsstjórn þær kröfur, að staða
þeirra verði miðuð við stöðu kennara með almennu kenn-
araprófi og skipað jafnmörgum flokkum ofar í launastig-
anum og hér segir:
1. Einum flokki ofar:
a) Kennarar með alm. kennaraprófi og framhaldsnámi
við kennaraháskóla, er fræðslumálastjórn metur gilt.