Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 60

Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 60
146 MENNTAMÁL Ritgerðasmíð er aðeins einn þáttur ritþjálfunar. Beinn tilgangur ritþjálfunar er hæfni að tjá sig í riti á fullnægj- andi hátt. Sú hæfni er mikilvægur þáttur í persónuþroska hvers manns. Markvís ritþjálfun leiðir því til aukins þroska. Til að ná því marki þarf sannarlega fjölþættari þjálfun en tímaritgerð aðra hverja viku eða svo, þar sem kennarinn lætur oftast nægja að leiðrétta málfræði-, stafsetningar- og greinarmerkjavillur. En víkjum nú aftur að því, sem frá var horfið: æfingaleiðum í upphafi hins eiginlega ritþjálf- unarskeiðs. Beinn undirbúningur þess, að nemendur geti komið hugs- unum sínum á pappír, er misjafn, bæði að lengd og eðli. Sumum börnum er forþjálfunin næg til þess að þau fari að skrifa sjálfstætt jafnskjótt og tækifæri býðst. Öðrum þarf að hjálpa enn frekar til aukins skilnings á möguleikum sín- um til tjáningar í riti. Þar sem börn skrifa af áhuga ein- ungis um það, sem þau skilja og þekkja og hafa lifandi tilfinningu fyrir, má hjálpa þeim að finna söguefni í sinni eigin reynslu. Það getur kennarinn gert með því að ræða við börnin um eitthvert reynslusvið, sem þeim öllum er sameiginlegt. Ég nefni heimilislíf sem dæmi. Kennarinn skrifar upp lista á töfluna yfir atriði, sem varða heimilislíf, eftir því sem fram kemur í tali barnanna: Gæzla yngri bróður (eða systur); óvinsæl störf á heimili; þegar mamma (eða pabbi) er í slæmu eða góðu skapi; veikindi á heimili; jólabakstur; vorhreingerningar o. s. frv. Með spurningum og athugasemdum, sem leiða til umræðna, getur kennar- inn hjálpað börnunum að finna margvísleg efni til að skrifa um. Önnur reynslusvið, sem börnum eru almennt kunn af eigin raun, eru t. d. skemmtiferðir, sendiferðir, dvöl í sveit, kátleg atvik, blaðasala, merkjasala o. þ. h. Val ritsmíðarefnis fyrir börn er mjög mikilvægt. Það get- ur ráðið mestu um hvort barnið skrifar heiðarlega og ein- læglega, en það er grundvallareigind fullnægjandi tjáning- ar. Þau efnissvið, sem talin voru hér á undan, eru svo víð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.