Menntamál - 01.08.1966, Side 83
MENNTAMÁL
169
því við alþingi og ríkisstjórn, að ríkið styrki byggingar
kennaraíbúða í sömu hlutföllum og skólabyggingar, og sitji
bæjar- og sveitarfélög úti um landsbyggðina fyrir um fram-
lög í þessu skyni.
19. þing S.Í.B. beinir því til stjórna svæðasambandanna,
hvort þau sjái sér fært að standa að einhverjum hluta undir
kostnaði við ferð fulltrúa á þing S.Í.B.
19. þing S.Í.B. beinir því til sambandsstjórnar, að hún
vinni að því, að 3. gr. laga S.Í.B. verði breytt á þessa lund:
A eftir orðinu liennslu í 3. línu verði skotið inn: „á
skyldunámsstiginu, enda séu þeir ekki félagar í öðrum kenn-
arasamtökum“. Orðin í barnaskóla falli niður.
19. fulltrúaþing S.Í.B. skorar eindregið á ríkisstjórn og
alþingi að veita Fræðslumyndasafni ríkisins nauðsynlegt
rekstrarfé, svo að það megi á viðhlítandi hátt gegna því
mikilvæga hlutverki að sjá skólunum fyrir nægum og góð-
um fræðslu- og kynningarmyndum.
Þinginu lauk um miðjan dag á sunnudag. Á föstudag
sátu þingfulltrúar hádegisverðarboð borgarstjóra Reykjavík-
ur og kvöldverðarboð menntamálaráðherra. Á laugardag
bauð sambandsstjórn þingheimi til kaffidrykkju, og eftir
þingslit var þingfulltrúum boðið til forseta íslands að
Bessastöðum.
Forsetar þingsins voru: Tryggvi Þorsteinsson, Akureyri,
Guðmundur Magnússon, Reykjavík, og Björn Magnússon,
Eiðum. Ritarar þingsins voru: Björn Jónsson, Vík, og Hall-
grímur Th. Björnsson, Keflavík.
Kosningar.
Skúli Þorsteinsson var endurkjörinn formaður, aðrir í