Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 79
MENNTAMÁL
165
neytinu þurfi ekki að gegna öðrum skyldustörfum en að
skipuleggja og samræma störf hinna ýmsu deilda innan þess
og fylgjast með þróun þeirri, sem í skólamálum verður.
3.
Með þeirn breytingum, sem á starfsháttum skólanna verða
við endurskipulagningu þeirra, telur þingið að endurskoða
þurfi starfsgrundvöll kennarans innan skólans. Breyta þarf
í því sambandi ýmsum gildandi ákvæðum í launa- og kjara-
samningum í þá átt, að föst laun hækki miðað við, að undir
starfið falli surnt það, sem nú er ekki talið starfsskylda kenn-
ara eða er metið til aukastarfs.
4.
Þingið leggur áherzlu á það, að kennurum verði séð fyrir
viðbótarmenntun, sem nýjungar á skólastarfinu gera nauð-
lega, og kennaramenntun verði aðhæfð nýjum aðstæðum,
eftir því sem þurfa þykir.
5.
Þingið skorar á ríkisstjórnina að veita nauðsynlegt fjár-
niagn til menntamálarannsókna- og tilraunastarfa, enda
verði tekin upp sú regla, að til þeirra verði varið ákveðn-
um hundraðshluta af fjárveitingum til menntamála að
undangenginni athugun á fjármagnsþörfinni. Ennfremur
verði efld samvinna við alþjóðastofnanir, sem ísland á aðild
að, um sérfræðilega aðstoð við menntamálarannsóknir.
Launa- og kjaramál.
I.
19. fulltrúaþing S.Í.B. felur sambandsstjórn að vinna að
bætturn kjörurn barnakennara á sama grundvelli og fyrri
þing hafa samþykkt, og leggur áherzlu á eftirfarandi:
a) að sömu laun verði greidd kennurum, sem kenna á