Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 52

Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 52
138 MENNTAMÁL í bréfi til eins vinar síns brýnir Stephan G. Stephansson það fyrir honum að leita þar landnáms, sem náttúran leggi ekki of mikið upp í hendurnar á honum; frá sjónarmiði Stephans er æðsta hnoss lífsins sá persónuþroski, sem mælist í hlutfalli við þær torfærur, sem verði að yfirstíga. Hið tæknivædda velferðarríki nútímans eða væntanlega náinn- ar framtíðar vill bjóða þegnum sínum sem torfæruminnst líf, en undan því verður ekki vikizt, að samhliða því minnka möguleikar þegnanna til persónulegs þroska. Einnig í íslenzku þjóðfélagi hefur einhliða tæknihyggja, einstefna í lífsháttum og lífsskoðun þróazt ört á undanförn- um áratugum. Engin þörf er að orðlengja mjög svo al- kunna staðreynd; læt ég nægja að benda á, að einnig hér eru þegar fyrir hendi þær forsendur, sem geta leitt af sér einleitt hugarfar og stytt þroskasögu einstaklinga svo sem fram kom í ívitnunum þeim, er getið var. Gegn þessari hættu ber að tefla öllum þeim ráðum, sem vitað er að geta eflt andlegan þroska einstaklingsins. Þroski sérhvers manns er að verulegu leyti tengdur sköp- unargáfu hans, hvernig hún fær að þróast og njóta sín. Ljóst er, að þroskun sköpunargáfunnar ætti því að vera fastákveðið takmark, sem stefnt væri markvíst að, en ekki háð duttlungum þjóðfélagslegra aðstæðna. Virðist svo sem skólinn sé bezt fallinn til að taka á sig ábyrgð á þeirri þroskun, þar sem hann liefur samband við fleiri einstakl- inga á næmasta mótunarskeiði þeirra en nokkur stofnun önnur, hefur sérþjálfað starfslið og aðstöðu til þroskaupp- eldis, þótt misjöfn sé. En hvað er þá sköpunargáfa? Hvað er sköpun? Ég styðst hér við ummæli dr. Maríu Lee Marksberry í stórmerkri bók hennar Grundvöllur sköpunarstarfs (Foundation of Creativity, New York 1963). Hún segir: Sköpunargáfa verð- ur ekki metin eftir sýnilegum árangri, heldur þeim tökum sem hver einstaklingur tekur vandamál og atvik ævinnar. Sköpun er ekki fólgin í því einu að gera eða uppgötva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.