Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 94
180
MENNTAMÁL
Stjórnarfundir voru alls 30. Auk þess hefur stjórnin átt
marga fundi með nefndum, sem skipaðar hafa verið vegna
launamála kennara og fleira. Þá átti sambandsstjórn eða
einhverjir stjórnarmenn, einn eða fleiri, oft viðtal við
menntamálaráðherra eða fulltrúa hans vegna kjaramála
stéttarinnar. Einnig var oft rætt við stjórn B.S.R.B. og Kjara-
ráð, meðan á samningum stóð. Þá bar sum mál stundum
svo brátt að, að ekki vannst tími til að boða til fundar, og
varð stjórnin að afgreiða þau með símtölum sín á milli.
Kynningarfundur var haldinn með nemendum 4. bekkj-
ar Kennaraskóla íslands bæði árið 1965 og 1966, þar sem
starfsemi S.I.B. var kynnt kennaraefnum.
Launamál.
Þegar síðasta fulltrúaþingi S.Í.B. lauk í byrjun júní 1964,
höfðu samningar og dómur Kjaradóms um laun og vinnu-
tíma opinberra starfsmanna verið í gildi í tæpt ár. Með
Kjaradómi höfðu barnakennarar fengið nokkra launahækk-
un ásamt öðrum opinberum starfsmönnum. Vaxandi dýrtíð
samfara rýrnandi kaupmætti launa gerði þessa hækkun þó
að engu á skömmum tíma.
Fulltrúaþing S.f.B. 1964 gerði svofellda samþykkt í launa-
og kjaramálum:
„18. fulltrúaþing S.Í.B., haldið í Melaskólanum 6. og 7.
júní 1964, fagnar þeim áfanga, sem náðst hefur í launa- og
kjaramálum barnakennara á sl. ári. Þingið þakkar stjórn-
um S.Í.B. og B.S.R.B. og Kjararáði störf þeirra og telur,
að hinir fyrstu kjarasamningar hafi eftir atvikum tekizt vel,
enda þótt starf barnakennarans sé enn ekki fyllilega metið
miðað við aðra starfshópa.
Þingið gerir eftirfarandi ályktanir í launa- og kjaramál-
um:
1. Þingið mótmælir eindregið úrskurði Kjaradóms frá 31.
marz 1964, er hann felldi um 15% launahækkun ríkis-
starfsmanna.