Menntamál - 01.08.1966, Side 40
126
MENNTAMÁL
afbrigðilegra barna. Hvert kennaraefni velur sér eina af
þessum sérgreinum ásamt hinni almennu uppeldisfræði-
menntun og hinum tveim valgreinum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að endi sé bundinn á próf-
leysisregluna, sem verið hefur við lýði í danskri kennara-
menntun síðan árið 1954, þar sem kennslunni í öllum
greinum að undantekinni æfingakennslunni á nú að ljúka
með samræmdum prófum.
Ákafar opinberar umræður hafa staðið um frumvarpið.
Gagnstætt allri annarri æðri menntun nýtur kennaramennt-
unin þess heiðurs að vera mál almennings í Danmörku. í
umræðunum hafa komið fram sjónarmið Grundtvigssinna,
framúrmanna í uppeldismálum og félagssinnaðs fólks. Mest
hefur verið deilt um takmörkun námsgreinanna, inntöku-
skilyrðin, tónlistaruppeldið og próf eða prófleysi.Umræð-
urnar hafa orðið flóknari við það, að af hálfu háskólans
hefur verið rætt um samræmingu kennara- og háskólamennt-
unar með hliðsjón af nýsköpun kennaramenntunar háskól-
ans (cand. mag.), e. t. v. með 3ja ára B.A. menntun í huga,
sem gæti létt þrýstingnum af háskólanum og dregið úr
vandanum, sem skapast við það, að stúdentarnir hætta námi
í miðjum klíðum. Af hálfu danska kennarasambandsins er
í þessu sambandi bent á þá samræmingarmöguleika, sem
skapazt hafa við uppbyggingu kennaraháskólans sem æðri
menntastofnunar og stofnun útibúa frá honum, en þrjú
þau fyrstu tóku til starfa vorið 1966. Það eru góðar horfur
á bættri menntun kennara við þessa nýsköpun kennarahá-
skólans, þar eð námsskrár hans miða að licentiatstigi og
doktorsgráðu í uppeldisfræði.
Þing Danmarks Lœrerforening.
Skólaskylduna ber að lengja um 3 ár, segja dönsku kenn-
arasamtökin. Þessi skoðun er sett fram í bæklingi, sem út-
býtt var sem umræðugrundvelli á þingi D.L.F., sem haldið
var í Kaupmannahöfn 6. og 7. maí s.l. í nefndum bæklingi