Menntamál - 01.08.1966, Page 53

Menntamál - 01.08.1966, Page 53
MENNTAMÁL 139 eitthvað, sem ekki þekktist áður, heldur einnig það að komast í andlega snertingu við það, sem til var áður, svo framarlega sem sú snerting er frumlæg, frjáls og sönn. Það er einmitt slík andleg snerting, sem þroskar sköpunargáfu mannsins öðru fremur og jafnframt persónuleika hans al- mennt. Leiðir til að þroska sköpunargáfu eru margar taldar af sálfræðingum og uppeldisfræðingum, en ekki er ástæða til að rekja þær hér nákvæmlega. Ein meginleiðin er fólgin í því að kunna að tjá og túlka hugmyndir sínar, tilfinn- ingar eða reynslu þannig, að aðrir megi skilja eða hrífast af þeim. Skapandi túlkun af þessu tæi krefst ýmiss konar hæfni, þar á meðal þeirrar að kunna að segja frd eigin reynslu snjallt og vel í rituðu máli. Og er nú komið að aðalviðfangsefni þessarar greinar. Leiðir til að afla hugmynda í ritsmíð eru þrjár: Að styðjast við eigin reynslu, að hlusta á aðra og að lesa sér til. Ég tel, að nemendum á barnaskólaaldri sé fyrst nefnda leiðin þroskavænlegust. Kennarar hafa lengi vitað, að heið- arleg og frumlæg getur ritsmíð barns einungis verið, að hún fjalli um eigin reynslu þess. Slíkar ritsmíðar eru fram komnar við sköpun, eru sköpunarverk. Ritsmíðar, sem þannig eru til orðnar, gegna einkurn þrenns konar þörf- um: Þær eru vitnisburður um sérstaka reynslu, þær deila þeirri reynslu með öðrum, sem áhuga hafa, og þær eru sjálfstæð tjáning einstaklings, nauðsynleg andlegri heilsu hans. Ótvírætt er einnig siðrænt gildi slíkrar tjáningar, þar sem hún er í eðli sínu heiðarleg og sönn. Nú kann að virðast, að reynsla barna sé fábreytt til frásagnar. Svo er þó ekki að mati barnanna sjálfra. Hversdagslegir hlutir hafa oft fyrir þau meira gildi og þar með frásagnargildi en fullorðna. Engu að síður getur skilningsgóður kennari mikið gert til að þroska næmi barna fyrir umhverfi sínu, viðhorf þeirra gagnvart hlutum og fyrirbærum. Slík þrosk- un er ómetanlegur undirbúningur lifandi tjáningar og túlk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.