Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 103
MENNTAMÁL
189
hér að framan. í kröfugerð fjármálaráðherra var gert ráð
fyrir, að barnakennarar yrðu kyrrir í 15. launafl.
Dómur Kjaradóms féll 30. nóv. 1965, og er óþarft að
rekja hann nánar hér. Barnakennarar voru hækkaðir um
einn launaflokk ásamt sumum framhaldsskólakennurum,
auk þess voru mörg starfsheiti færð til hækkunar.
Um árangur þessarar kjarabaráttu skal ekki fjölyrt. Ekki
er þó hægt að neita því, að nokkur árangur hefur náðst,
þótt augljóst sé, að starf barnakennarans er enn engan veg-
inn rétt metið. Það er líka jafnaugljós staðreynd, að laun
barnakennara hrökkva ekki til brýnustu lífsnauðsynja.
Barnakennarar verða því enn um sinn að leggja á sig auka-
vinnu jafnt yfir vetrarmánuðina sem í sumarleyfum.
Greiðsla fyrir heimavinnu o. fl.
Er síðasta fulltrúaþingi S.Í.B. lauk, höfðu ekki náðst
samningar um greiðslur fyrir heimavinnu o. fk, voru aðil-
ar þá orðnir sammála um að vísa málinu til Kjaradóms.
Var málið þingfest þar 21. júlí 1964.
Kröfur S.Í.B. voru aðallega þær, að viðurkenndur væri
réttur barnakennara til yfirvinnukaups fyrir vinnu við
undirbúning kennslustunda og úrvinnslu verkefna. Voru
kröfur þessar gerðar fyrir bóknámskennara, handavinnu-
kennara pilta og stúlkna, myndlistarkennara, söngkennara
og íþróttakennara. Einnig var gerð sú varakrafa, að greiðsl-
ur fyrir úrvinnslu verkefna í móðurmáli og reikningi hækk-
uðu um 50% frá því, sem greitt var fyrir þessa vinnu
skólaárið 1962-1963.
Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gerði þá kröfu, að mál-
inu yrði vísað frá dómi, en til vara krafðist hann sýknu.
Undanskildar voru þó kröfur S.Í.B. um greiðslur fyrir móð-
urmál og reikning. Var krafizt, að þar væri dæmt, að móð-
urmáls- og reikningskennarar í barnaskólum, sem vinna úr
heimaverkefnum, skuli frá 1. júlí 1963 að telja eiga rétt