Menntamál - 01.08.1966, Page 51
MENNTAMÁL
137
mið tel ég þó o£ þröngt; ég he£ því kosið að líta á rit-
þjálfun í skólum fyrst og fremst sem þátt í þroskun sköp-
unargáfu sérhvers nemanda og því mikilsverðan lið í per-
sónuþroskun hans. Slíkt sjónarmið krefst óhjákvæmilega, að
viðfangsefnið sé rætt frá grunni. Mun því fyrri hluti þess-
arar greinar einkum fjalla um ritþjálfun nemenda á barna-
skólastigi, en án samræmdrar ritþjálfunar frá yngstu bekkj-
um barnaskóla þar til gagnfræðanámi lýkur er varla hægt
að tala um markaða stefnu í þessu máli.
í fyrirlestri, sem bandaríski heimspekingurinn John
Dewey flutti við „Stofnun lista og vísinda“ í New York
fyrir hálfum fjórða tug ára, mælti hann m. a. eitthvað á
þessa leið:
„Vélgeng framleiðsla og dreifing vara í stórum stíl hafa
hneigð til að þurrka út sérkenni og sundurleitni í fari
manna og gefa í staðinn einhliða svipmót og einkenna-
snautt. . . . Þessi tilhneiging til þess að gera alla sem líkasta
á ytra borðinu er einnig að verki í sálarlífi fólksins; hin
ytri einkenni eru jafnframt tákn þeirra afla, sem stefna að
útjöfnun andans og fjandskapast við andlegt sjálfstæði
manna.“
Kunnur sálfræðingur, Erich Fromm, kemst svo að orði
um afleiðingar þessarar stefnu í bók sinni „Flóttinn frá
frelsinu“ (1941):
„Einstaklingurinn hættir að vera hann sjálfur; hann gerir
að sínum þann persónuleika, sem umhverfið býður honurn;
hann verður því nákvæmlega eins og allir aðrir og eins og
allir aðrir vænta að hann sé.“
I þessum orðum er að þeirri hættu vikið, sem er samfara
því að lifa í tilbúnum heimi, heimi sem maðurinn hefur
sjálfur skapað sér. Tækni mannsins, sem er vissulega ávöxt-
ur vísindalegrar sköpunar, hefur hneigð til að draga úr
mætti hans til sköpunar, þegar ákveðnu marki er náð.
Vélrænt þjóðfélag iðnvæðingar, tækni og lífsþæginda örvar
htt til skapandi hugsunar og gerða. Þroski heimtar baráttu;