Menntamál - 01.12.1969, Side 6

Menntamál - 01.12.1969, Side 6
212 MENNTAMÁL Frá upphafi hafði orðið að gieiða skólagjöld fyrir börnin, en 1907 lögðust þau niður fyrir skólaskyld börn, þ. e. 10— 14 ára, með setningu fræðslulaganna, en liéldust fyrir yngri börn, unz skólaskylda frá 8 ára aldri kornst á 1930. Einkunnagjafir voru tíðar á þessum árum, jafnvel dag- legar í sumum greinum. En á árunum 1920—30 mun þetta smám saman hafa breytzt; einkunnagjalir urðu strjálli, fyrst vikulegar, þá mánaðarlegar, því næst þrisvar á skóla- ári og síðan yfirleitt tvisvar. Jafnt og þétt fjölgaði börnun- um í skólanum, og 1907 eru þau orðin 456. Var þá undinn bráður bugur að smíði nýrrar álmu við skólann, og aðeins 11 mánuðum síðar var það húsnæði tekið til notknnar. — Á þessum árurn hefur það sjónarmið greinilega verið látið ráða, að einni deild, eða 30 börnum, væri ætluð ein stofa, enda sjálfsagt mál frá sjónarhóli heilbrigðrar skóla-. starfsemi. Verðum við víst að viðurkenna, að í þessu efni stöndum við stórlega að baki þeim, sem þessum málmn réðu um síðastliðin aldamót. í desember 1908 kom Hallgrímur jónsson, síðar skóla- stjóri, með þá uppástungu á kennarafundi, að kennarar skólans mynduðu félag með sér. Var sú tillaga samþykkt, og hinn 28. des. 1908 var svo félagið stofnað, er fékk heitið „Kennarafélag Barnaskóla Reykjavíkur“. — Eftir tilkomu Austurbæjarskólans, árið 1930, nefndist félagið Kennara- félag Miðbæjarskólans og hefur starfað fram til þessa. Á löngum starfstíma fer ekki hjá því, að margt liafi borið á góma í félaginu. Af blöðum fundargerðabóka þess má lesa mikinn fróðleik um störf og baráttumál kennaranna. — Mestur er sá þáttur, er íjallar um baráttu fyrir launa- hækkunum og bættum kjörum kennara almennt. Um fleira var þó rætt, og á fundi í nóv. 1914 berst talið að klæðnaði barnanna. Þar er bent á, að margar stúlkurnar gangi með bera handleggi, javí nær til axla. Búningur þessi væri kom- inn hingað lrá suðlægari löndum, þar sem loftslag væri mildara en hér. Þau börn, sem gengju þannig fáklædd,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.