Menntamál - 01.12.1969, Síða 16
222
MENNTAMÁL
Ég minnist þess enn, þegar ég kom að norðan. Þá hafði
skipið, sem ég kom með, tafizt í hálfan mánnð, og allt var
komið í gang. Mér fannst ég vera óttalega utanveltn
fyrsta kastið í skólanum, og alls ekki innstilltur á að læra.
Það var ekki fyrr en eftir þó nokkurn tíma, að mér fannst
ég geta lært. Ég veit ekki af hverju það var.
— Þarna hefur verið einvörðungu þroskað fólk?
— Já, ég var t. d. á tuttugasta og þriðja árinu, sumir
eldri, en einstaka aðeins yngri. Þetta var hér um bil allt
saman sveitafólk, sem hafði hug á að læra og notfæra sér
kennsluna.
— Hvernig féll þér við kennarana?
— Prýðilega. Þarna var úrvalslið. Fyrstan ber að telja
séra Magnús Helgason, það mikla ljúfmenni. Ég hafði
skrifazt á við hann, þegar ég var að sækja um skólann.
()o- hann svaraði mér líkt 02; maður aæti hugsað sér bezta
föður, sem væri að leiðbeina syni sínum. Og ég minnist
þess enn, þegar ég kom til hans í fyrsta skipti. Ég var öllu
ókunnugur hér í bænum, en fékk leiðbeiningu um að
ganga suður Laufásveginn — ]>að var koldimmt — og sem
sagt út fyrir bæinn. Mér fannst það löng leið, og engin
byggð var þarna, en á leiðarenda komst ég. Hjá Magnúsi
var staddur sveitungi minn, Steingrímur Arason. Við
spjölluðum saman um stund, síðan kvaddi Steingrímur,
en Magnús hélt áfrarn að ræða við mig. Og ég get ekki
hugsað mér elskulegri mann en hann, þegar hann tók
þarna á móti mér. Og svo byrjaði ég sem sagt í skólannm.
Kennarar voru þá Ásgeir Ásgeirsson, sem kenndi ýmsar
greinar og var auk þess annar æfingakennari skólans.
Kennslugreinar hans voru kristinfræði, saga og teikning
Hinn æfingakennarinn var hinn mikli skólafrömuður
Steingrímur Arason, þá nýkdminn frá Ameríku. Þá var
dr. Helgi Jónsson grasafræðingur, sem kenndi náttúru-
fræði, eðlisfræði, landafræði og reikning. Freysteinn Gunn-