Menntamál - 01.12.1969, Side 17
MENNTAMÁL
223
arsson byrjaði þá uin haustið sína ágætu íslenzkukennslu,
tók við af Sigurði Guðmundssyni, sem fór til Akureyrar
og gerðist þar skólameistari þetta haust. Gísli Jónasson,
síðar skólastjóri, kenndi handavinnu og Björn Jakobsson
kenndi lieilsufræði og leikfimi. Þetta voru úrvalsmenn, og
ég hef ekki nema góðar minningar um þá alla.
— Steingrímur var þá nýkominn frá Bandaríkjunum
segirðu?
— Já, hann var þá að korna með margar nýjungar inn
í íslenzka skóla. Steingrímur Arason er að mínu viti mikill
brautryðjandi í íslenzkum skólamálum. Áhrif hans voru
mjög mikil. Hann var einn af þeini fyrstu, sem skrifaði
lesbækur beinlínis fyrir börn, t. d. Samlestrarbókina, sem
var nýtt forrn á íslenzkum lesbókum.
— Hvað var notað áður af lestrarefni?
— Það var ákaflega fátæklegt. Þegar ég byrjaði kennslu
var sama og ekkert til. Það voru helzt þrjár lesbækur
teknar saman af Þórhalli Bjarnarsyni, Guðmundi Finn-
bogasyni og Jóhannesi Sigfússyni. Það voru ritgerðir, frá-
sagnir og þjóðsögur, t. d. man ég eftir mjög skemmtilegri
ritgerð eftir Guðmund Björnsson landlækni, Baðstofa og
eldiviður, um það hvernig hlutverk íslenzku baðstofunnar
breyttist með eyðingu skóganna. Steingrímur helgaði líf
sitt uppeldis- og skólamálum. Hann stofnaði Barnavinafé-
lagið Sumargjöf, skrifaði fjölda bóka fyrir börn, innleiddi
breyttar prófaðferðir, skriflegu prófin, og hann lagði
grundvöllinn að því reikningsprófi, sem enn í dag er
notað. En hans próf var miðað við það, að það væri leyst
á ákveðnum tíma. Hann var líka frumkvöðull að radd-
lestrarprófinu. Lestrarhraðinn var hjá honum aðeins einn
þátturinn í matinu á lestri, ein viðmiðunin, en seinna
lenti þetta á villigötum um tíma, þannig að aðeins hrað-
inn var metinn. En það er önnur saga. Hann lagði mikla
áherzlu á að leiðbeina okkur kennaraefnunum við að byggja