Menntamál - 01.12.1969, Síða 18
224
MENNTAMÁL
upp próf, svo að við gætum gert okkur grein fyrir því,
á hvaða stigi nemendurnir væru. En svo var hann líka
með hljóðlesturinn. Hann lagði grundvöllinn að hljóð-
lestrarprófunum. Nemendur Steingríms áttu seinna mest-
an þátt í því að byggja upp raddlestrarprófið, má þar
nefna Bjarna M. Jónsson. Þá kom Steingrímur með orð-
myndaaðferðina við lestrarkennslu eins og byrjendabækur
hans bera vott um. Fyrirmyndir hans voru erlendar byrj-
endabækur.
— Sætti Steingrímur ekki gagnrýni fyrir þessar bækur?
— Jú, til voru þeir, sem deildu á Steingrím fyrir
þessar bækur, t. d. var Litla gula liœnan ekki alltaf hátt
skriíuð. En þeir menn, sem réðust á Steingrím, flöskuðu
á því, að ekki má leggja bókmenntalegan mælikvarða á
svona byrjendabækur, þær þjóna allt öðrum tilgangi en
venjulegar bókmenntir. Orðmyndaaðferðin náði engri fót-
festu hér, og er ein orsökin vafalaust bygging íslenzkunn-
ar. — Reyndar lærðum við ákaflega lítið um lestrarkennslu;
við lærðum enga byrjendakennslu í Kennaraskólanum,
enda hófst Jrá skólaskyldan við tíu ára aldur og heimilin
áttu að annast kennsluna fram að þeim aldri. I raun og
veru kunnum við ekkert annað en „bandprjónsaðferðina“,
þegar við komum úr Kennaraskólanum. Og Jrað er eigin-
lega ekki farið að kenna byrjendalestrarkennslu fyrr en
ísak Jónsson kemur til skjalanna, og Jrá hefur hann kynnt
sér aðrar aðferðir í Svíjrjóð.
— í hverju voru fólgin þessi geysilegu áhrif, sem séra
Magnús hafði á nemendur sína?
— Það var hans persónuleiki, sem ekki er auðvelt að
skilgreina. Hann var virðulegur, góðviljaður og réttsýnn.
Séra Magnús var ákaflega ljúfur í allri umgengni, létt yfir
honum og gamansamur; og manni virtist hann stjórna öllu
án verulegra afskipta. Eg held Jiað hafi Jrurft alveg sér-
staka manngerð til að bregðast trausti séra Magnúsar. Hann
hjálpaði mörgum fátækum nemanda með Jrví að skrifa