Menntamál - 01.12.1969, Side 26
232
MENNTAMAL
félagið var þannig. En því fór fjarri, að kennarar þá hafi
verið vondir við nemendur sína. Það var ákaflega hlýtt
milli margra kennara og nemenda þeirra. Við megum ekki
halda það, þó sumir þeirra væru af hinum gamla skóla,
að þeir bæru ekki hlýjar og góðar tilfinningar til barn-
anna. Náttúrlega var til, að einstaka kennari l^eitti nokkuð
harðri stjórn, eða svo fannst okkur ungu kennurunum.
— Voru líkamlegar refsingar leyfðar?
— Það hefur nú lengi verið deilumál, bæði lijá okkur
og í öðrum þjóðfélögum, ltvað væri leyfilegt í því efni.
Víst kom ]:>að fyrir, að lieitt var líkamlegum refsingum,
en það heyrði til undantekninga. Ég man eftir því, að ein
af gömlu kennslukonunum hafði spanskreir og beitti hon-
um stundum. Einn af skólabræðrum mínum tók spanskreir-
inn inni í kennarastofu, braut hann í tvennt og stakk hon-
um inn í kolaofn, sem þar var þá.
— Hver var þetta?
— Það var Arngrímur Kristjánsson, sem þetta gerði.
Arngrímur var alla tíð geðríkur og fljóthuga, en honum
fyrirgafst meira en öðrum, hann var þannig persóna, góð-
ur og ærlegur — og það fundu allir. Meira að segja fyrirgaf
kennslukonan Arngrími.
— Tíðkuðust daglegar einkunnagjafir?
— Nei, það var liorfið frá því nokkuð löngu áður en
ég byrjaði kennslu. Það voru gefnar þrjár einkunnir yfir
veturinn, sem hver einstakur kennari sá um sjállur að
öllu leyti, og hafði enginn afskipti af því, hvernig hann
fann þær út. Síðan var fundin út úr þessu vetrareinkunn,
sem var látin gilda að hálfu á móti voreinkunninni. Við,
sem höfðum verið hjá Steingrími, notuðum mikið hans
aðferðir við þetta námsmat. Þá voru engir dagar gefnir
til þess að halda þessi próf, og kennarar fengu engin frí
til að vinna úr þeim.
— Hvernig var vinnutímanum háttað?
— Kennsluskyldan var þá 30 fimmtín mínútna kennslu-